Ef óskað er eftir að nota samþykktarferli í Uniconta þarf að setja upp eftirfarandi í fyrirtækinu.
1) Stofna notendur sem eiga að samþykkja.
2) Stofna starfsmenn aðra en notendur sem nota á í samþykktarferlinu.
3) Setja upp tölvupóstsstillingar fyrir samþykktarferlið.
1) Stofna notendur
ATH: Móttakandi tölvupósts í samþykktarferlinu verður að vera stilltur sem notandi í Uniconta.
Fara skal í Fyrirtæki/Starfsmenn og til að bæta við notenda.
Lesa meira hér um stofnun nýrra notenda…
2) Stofna starfsmenn
Fara skal í Fyrirtæki/Starfsmenn og bæta við einum starfsmanni fyrir hvern notanda (stofnað undir „Aðgangsstýring notenda“)
Fylla skal út að minnsta kosti númer, heiti, tölvupóst og notandanafn (sjá „Aðgangsstýring notenda“ fyrir Notandanafn).
Athuga skal gátreitinn „Samþykkt fylgiskjals með tölvupósti“ (þýðir að senda tölvupóst til samþykkjanda þegar hann er valinn í pósthólfinu og vistað)
Vista starfsmanninn.
3) Stofna tölvupóstsuppsetningu fyrir samþykkjanda
ATH: Þetta skref er nauðsynlegt til að nota í samþykktarferlinu annars er hætta á að starfsmenn fái ekki samþykktartölvupóstinn.
Fara í Fyrirtæki/Viðhald/Tölvupóstsstillingar
Stofna tölvupóstsendingu
Nota skal tölvupóst fyrirtækisins sem þú vilt nota þegar senda á samþykktartölvupóst.
Slá inn Númer og Heiti.
Slá inn SMTP upplýsingar, Lesa meira hér…
Smella á „Sannreyna uppsetningu“ og senda skal á tölvupóstfangið þitt.
Ef þetta virkar þá er allt gott og hægt að vista og halda áfram.
Ef það virkar ekki, þarf að athuga hvort réttar upplýsingar hafa verið slegnar inn og er því næst reynt aftur.
Eftir að búið er að vista uppsetninguna í Fyrirtæki/Viðhald/Tölvupóstsstillingar, er smellt á „Sannreyna uppsetningu“ í valmyndinni.
Hér er valið frá hvaða tölvupóstsfangi á að senda.
Prufusending
Fara skal í Fjárhagur/Stafrænt fylgiskjal (innhólf). Stofna skal prufufylgiskjal ef nauðsyn krefur með því einfaldlega að draga myndskrá eða annað skjal inn í pósthólfið.
Velja Samþykkjanda 1 og smella á Vista
Ef Samþykkjandi 1 samþykkir tölvupóst er allt í góðu.
Ef samþykkjandi 1 samþykkir ekki tölvupóstinn þarf að fara yfir uppsetninguna fyrir utan ofangreinda lýsingu.