Fjöldauppfærslur eru notaðar til að stjórna reglubundinni reikningsfærslu verka.
Hægt er að reikningsfæra verk hvert fyrir sig eða reikningsfæra mörg verk í einu með því að sía. Hér að neðan er sía sem heitir „verk“ Nú er hægt að reikningsfæra öll verk sem heita „verk“ í einu með því að smella á ‘Mynda reikningar’ .
Tækjaslá Fjöldauppfærslu
Lýsing á hnöppum í tækjaslá Fjöldauppfærslu.
- Henda færslu
- Fjarlægir verk af listanum
- Endurnýja
- Uppfærir allar leiðréttingar eða breytingar
- Sía
- Möguleiki að sía eftir tilteknum breytum
- Hreinsa síu
- Fjarlægir síu
- Snið
- Gerir notanda kleift að vista, hlaða niður eða breyta og eyða sniði
- Breyta verk
- Gerir notanda kleift að breyta uppsetningu verks
- Mynda reikningar
- Stofnar nýjan reikning á pöntun með greiðslufresti o.s.frv.
- Stofna reikning (núverandi lína)
- Reikningsfærir núverandi línu
- Stofna pantanir
- Stofnar sölupantanir fyrir allar birtar (síaðar) línur
- Stofna pöntun
- Stofnar sölupöntun fyrir núverandi línu
- Allir reitir
- Birtir gildi allra svæða sem hægt er að velja
Til að senda alla ofangreinda reikninga í einu er smellt á Mynda reikningar.
Slá inn viðkomandi dagsetningu og haka við Forskoðun og Hermun, smella svo á Stofna til að forskoða reikninginn áður en hann er sendur.
Ef reikningur er í lagi, er smellt á Mynda reikningar aftur og hægt er að haka í reitinn Senda með tölvupósti og smella síðan á Stofna, og er þá reikningur sendur í tölvupósti.