Flýtireikningur er kjörin leið til þess að reikningsfæra sölu sem á sér stað “yfir borðið” og sölupöntun liggur ekki fyrir. Þ.e. reikningur fyrir vörur sem sendar eru án sölupöntunar. Þannig þarft þú ekki að útbúa pöntun og reikningsfæra vörur af lager með skjótum og skilvirkum hætti. Sömu aðgerðir og reikningsfærsla sölupöntunar (talnagögn, greiðslusaga, greiðslur o.s.frv.).
Flýtireikningur er flýtileið og því er ekki hægt að geyma þær upplýsingar sem þú slærð inn og bóka síðar. Klára þarf ferlið í einni lotu.
Ef notandinn vill raðnúmer til að virka skal nota sölupöntun – ekki flýtireikning.
Ef þú lokar flýtireikningi áður en þú bókar hann eyðast öll innslegin gögn.
Hægt er að afrita á milli flýtireikninga og senda viðhengi með.
Lesa meira um Verkreikninga í gjaldmiðli hér. (Ísl.hlekkur kemur síðar)
Stofna Flýtireikning
- Fara í Viðskiptavinur/Flýtireikningur. Velja viðskiptavin í reitnum ‘Lykill’ efst í valmyndinni. Ef að viðskiptavinur er ekki til í kerfinu þarft þú að stofna hann (Flýtileið: smelltu á plúsinn efst til vinstri á skjánum og veldu Stofna Viðskiptavin) eða farðu í Viðskiptavinur/Viðskiptavinur og smelltu á Bæta við hnappinn.
ATH.: Með Verk reikninga. Vinsamlegast athugið að flokkur með tegundina „Tekjur“ og verknúmer verða að vera valdir í pöntunarhaus. - Nú getur þú farið beint í vörulínur í flýtireikningnum og slegið inn söluna.
- Valmöguleikarnir Afhendingarstaður, Tilvísun, Pantanir og Víddir eru samandregnir. Smelltu á þá til að opna og færa inn frekar upplýsingar með sölureikningnum.
- Undir afhendingarstaður er hægt að velja hvort afhendingarstaðurinn eigi að vera aðsetur reikningsins með því að haka í reitinn „Reikningsstaður = Afhendingarstaður“. Þannig er hægt að nota sama viðskiptavin til að reikningsfæra á marga viðskiptavini þannig að engin söguleg saga sé á einstökum viðskiptavini. Notað aðallega fyrir staðgreiðslusölu.
- Ef þú bætir ekki við upplýsingum notar kerfið stofngögn viðskiptavinar eins og greiðslu- og afhendingarskilmála.
- Efst á skjánum í reitnum Upphæð sérð þú heildarfjárhæð reiknings án VSK.
- Flýtireikningur notar verðskrá viðskiptavinarins jafnvel þótt hann sé ekki í verðlistasvæðinu. Aðeins verður að fylla út verðlista ef nota á aðra verðskrá en þá sem er á viðskiptavinaspjaldinu.
- Þegar þú hefur slegið allar upplýsingar inn getur þú stofnað reikning og þar er sett inn bókunardagssetningu og reikningsnúmer viðskiptavinar. Sniðugt er að keyra hermun og tryggja að allar upplýsingar hafi verið færðar rétt inn.
Verkbókhald
Þegar reikningsfært er úr verki verður að fylla verkið út í pöntunarhausinn eða á pöntunarlínurnar. Sama á við um tegundirnar. Muna að Tegundir VERÐA að vera tekjutegund. Hægt er að reikningsfæra vörunúmer á reikningum úr verkbókhaldinu. Þar setjum við fána á vörulínurnar þannig að ekki þarf að gera vöruúttekt. Í upplýsingum úr birgðum þarf að muna að sleppa þessum línum.
Herma sölureikning
Til að tryggja að þú hafir slegið inn rétt vörunúmer og verð getur þú keyrt hermun á reikning áður en hann er gefinn út.
Smella á ‘Stofna reikning’ í tækjaslánni. Setja hak í reitinn Hermun.
Senda tölvupóst frá Outlook.
(Útgáfa-84. Ef ekki er hakað við Senda með Outlook er það sent í gegnum Outlook biðlara. Þannig er hægt að leiðrétta tölvupóststextann áður en hann er sendur. Það þarf ekki að vera gátmerki eða tölvupóstur fyrir reikninginn sem settur er upp á Viðskiptavininn. Ef tölvupóstur er uppsettur í reikningunum verður innihald þess afritað yfir í Outlook.
ATH. Outlook er ekki fyrir fjöldapóst. Aðgerðin er fyrir einstaka útsendingar og er ekki þróuð fyrir neitt annað.)
Smella á ‘Stofna’ til að herma reikning og forskoða reikning. Farðu yfir upplýsingarnar og athugaðu hvort allt sé rétt. Þú getur alltaf bakkað, leiðrétt og hermt nýjan reikning.
Stofna reikning
Ef að reikningurinn er réttur má bóka hann. Ferlið er það sama og áður en nú má ekki vera hak í reitnum Hermun.
Dagurinn í dag er sjálfgefinn dagssetning en hægt er að breyta dagssetningu.
Skoða reikninga og vörur
Í Viðskiptavinum getur þú skoðað reikninginn:
- Í Viðskiptavinur smellir þú á hnappinn Færslur eða Reikningar í tækjaslánni.
- Í Viðskiptavinur/Skýrslur: Færslur, Reikningar eða Birgðafærslur.
Í Birgðum getur þú skoðað birgðafærslur:
- Undir Vörur með vörunúmer valið í línu: hnapparnir Færslur eða Birgðastaða vöru.
- Undir Birgðir/Skýrslur – Færslur eða Birgðastaðavöru.