Ef þú hefur mikið af gögnum sem þú vilt flytja inn í Uniconta er það hægt með því að nota t.d. Flytja inn gögn sem staðsett eru undir valmyndinni Verkfæri.
Gögnin sem hægt er að flytja inn eru öll óbókuð gögn. Sem þýðir að þú getur ekki flutt inn bókaðar færslur og bókaða reikninga.
Hægt er að lesa inn gögn úr CSV skrá í gegnum Flytja inn gögn.
Það er hægt að stofna skrá með fyrirsögnum sem hægt er að nota til að tilgreina reiti fyrir innflutninginn, þannig að þú hafir rétt fyrirsögn/heiti fyrir reitina.
Hægt er að flytja inn gögn inn í allar töflurnar sem taldar eru upp í töfluyfirlitinu í Flytja inn gögn.
Ef ekki er þekkt heiti töflunnar sem flytja á inn í, er hægt að fara í skjámyndina þar sem flytja á inn gögn og ýta á F12, til að fá upplýsingar um nafn spjalds/töflu.
Gagnainnflutningur er undir Verkfæri/Gögn/Flytja inn gögn
Hægt er að finna þá töflu sem óskað er eftir með því að fletta niður í gegnum töflulistann eða slá inn í leitarreitinn eins og lýst er hér að neðan.
Í reitnum með rauða rammann – sjá glugga hér að neðan – skal byrja að slá inn nafnið þar til viðkomandi töflu er hægt að velja.
Í dæminu er tafla bókhaldslykla valin.
Smella á ‘Flytja inn’ og eftirfarandi gluggi birtist.
ATH: Þegar athugasemdir eru fluttar inn verður „Töflukenni“ að vera fyrst í innflutningsskránni.
Tækjaslá í gagnainnflutningi
Lýsing aðgerða í tækjaslá
Valmyndahnappar | Lýsing |
Hætta við | Lokar skjámynd |
Flytja inn stöður | Les inn stöður reita á csv skrá sem þú hefur vistað |
Vista stöður | Vistar valdar reitastöður í csv skrá, til notkunar fyrir innflutning í gegnum Flytja inn stöður |
Mynda stöður | Stillir sjálfkrafa dálkanúmer fyrir reitina sem á að hlaða inn. Það krefst þess að gögnin sem á að flytja inn séu í sömu stöðu í CSV skránni. |
Fast gildi reits | Hægt er að setja inn fast gildi hér fyrir reiti eða skrift sem sem reiknar út ákveðin gildi. |
Stofna skrá með hausalínum | Hér er hægt að stofna skrá með fyrirsögnum sem hægt er að nota til að mynda eigin innflutningsskrá. |
Sækja gögn | Hleður inn valda skrá, í gegnum Fletta hnappinn – í reitnum ‘Velja skrá’ |
Þegar gögn eru innlesin er mögulegt að breyta, eyða eða uppfæra þessi gögn.
Athugið að gögn hafa enn ekki verið vistuð.
Hins vegar skaltu athuga gögnin þín, annaðhvort með „Kanna stofna“ er aðeins fyrir gögn sem eru ekki til í Uniconta ennþá. Annars skaltu nota „Kanna uppfæra“
og ef þú færð „Gögn hafa verið staðfest“ til baka eru gögnin þín tilbúin til innlestrar.
Lýsing á tækjaslá ‘Innflutningur gagna’
Valmyndahnappar | Lýsing |
Bæta við færslu | Bætir við færslu handvirkt og fyllir út viðeigandi gögn til að stofna eða uppfæra núverandi færslu |
Eyða færslu | Eyðir færslunni frá innlestri sem ætti ekki að vera með í uppfærslunni |
Bæta við eða breyta dálkum | Bæta við dálki sem vantar eða breyta gildinu í núverandi fyrir uppfærsluna |
Sameina yfirtöflu | |
Kanna stofna | Athugar hvort gögn séu gild og tilbúin til þess að stofna. |
Stofna | Stofnar og vistar gögn í valdri töflu. |
Kanna uppfæra | Athugar hvort gögn séu gild og tilbúin til uppfærslu. |
Uppfæra | Uppfærir núverandi gögn og vistar þau í valdri töflu. |
Stofna eða uppfæra | Stofnar ný gögn og uppfærir fyrirliggjandi gögn í valinni töflu. |
Hætta við | Lokar skjámynd |