Öll gögn sem birtast í skjámyndum Uniconta eða eru tekin út skýrsluformi er hægt að flytja út á fjöldmörgum skráarformum.
Skýrslum og skjámyndum er hægt að breyta og aðlaga áður en vistað er:
- Færa dálka
- Fjarlægja/bæta við dálkum
- Aðlaga breidd dálka
- Raða
- Sía og leita
Þannig getur þú með skjótum og einföldum hætti aðlagað innihald og útlit áður en þú flytur gögnin út á skrá.
Dæmi
Bókhaldslykil fluttur út á skrá: Opnaðu bókhaldslykilinn (Fjárhagur/Bókhaldslykill) og smelltu á Prentun í tækjaslánni.
Næst færðu upp forskoðunarglugga.
Hægt er að vista skjöl í mismunandi skráarformum. Efst til hægri í forskðunarglugganum er Export hnappurinn.
Smelltu á litla þríhyrninginn hægra megin við Export hnappinn til að sjá hvaða skráarform eru í boði.
Ef þú smellir á Export hnappinn og velur ekki skráarform þá vistast skráin á sama formi og þú valdir síðast. Kerfið man alltaf hvað þú valdir síðast og nýtir það val næst.
Veldu skráarformið sem þú vilt nota til vistunar og þá opnast nýr gluggi með fleiri valmöguleikum. Smelltu á OK, veldu hvar þú vilt vista og sláðu inn nafn á skránni.
Þú getur líka smellt á Flytja út í Excel eða Flytja út í CSV til að færa gögnin þín yfir í skrá á því sniði.
Hægt er að flytja Viðskiptavini, Lánardrottna, Birgðir o.s.frv. yfir á skrá með sama hætti og hér að ofan.
Allar skýrslur er hægt að flytja út á skrá.
Ef að endurskoðandinn óskar eftir yfirliti yfir öll fylgiskjöl sem voru bókuð á fjárhagsárinu 2016 ferð þú í Fjárhagur/Skýrslur/Fylgiskjöl. Smelltu svo á Sía hnappinn í tækjaslánni til að velja gildi til að sía eftir.
Í valmyndinni sem opnast velur þú í Bókunardagssetning í Nafn svæðis og slærð inn 01/01/2016..31/12/2016 í reitinn Sía eftir.
Smelltu á OK.
Nú sérðu eingöngu fylgiskjöl bókuð á árinu 2016 í skýrslunni.
Fjarlægðu þá dálka sem þú vilt ekki sjá á skýrslunni.
Smelltu á Prentun í tækjaslánni og þá opnast skýrslast í forskoðunarglugga. Þar sem að skýrslan inniheldur marga reiti með löngum texta höfum við breytt útlitinu í Landscape með Page Setup hnappnum í tækjaslánni.
Ef við viljum vista í .pdf formi, smellum við á Export hnappinn og veljum .pdf.
Bæta má upplýsingum við skránni eftir því sem við á. Veldu hvar þú vilt vista skránna og sláðu inn nafn á skránni og hún liggur fyrir sem sjálfstæð skrá.