Númeraraðir fylgiskjala eru notaðar til að gefa öllum færslum í Uniconta einkvæmt númer. | Snið Sniðmát Leit |
Í Fjárhagur/Viðhald/Númeraraðir er hægt að sjá yfirlit yfir uppsettar númeraraðir fylgiskjala.
Hægt er að bæta við og breyta númeraröðum. Við mælum með að nota mismunandi raðir fyrir mismunandi gerðir af færslum t.d. ef verið er að bóka samsvarandi færslur á sama tíma.
Ef smellt er á „Bæta við“ opnast þessi valmynd hér að neðan.
Viðkomandi skjámynd hér að ofan skal fylla út á eftirfarandi hátt:
‘Sería’: Stutt nafn fyrir röðina.
‘Heiti’: Hægt er að bæta við lengri lýsingu.
‘Notkun’: Valkostirnir eru tveir í þessarri fellivalmynd. Ef það er stillt á ‘Fylgiskjalsnúmer’ eins og sýnt er hér að ofan, þá mun fylgiskjalsnúmerið stighækka þar sem hvert fylgiskjal er bætt við. Hinn valkosturinn í fellivalmyndinni er ‘Búa til lykil’. Þessi valkostur er notaður fyrir sjálfvirka númeringu, til dæmis skuldunautanúmer, lánardrottnanúmer og verknúmer. Þetta má nota í hópum.
Lestu meira um sjálfvirka númeringu hér.
‘Fyrsta númer’, ‘Síðasta númer’, Næsta númer’: Bættu við fyrsta og síðasta númerinu í röðinni. Ef röðin er þegar í notkun (til dæmis við umbreytingu) þá er „næsta númer“ sett inn. Kerfið mun sjálfkrafa telja upp frá þessu ‘næsta númeri’ þegar næsta fylgiskjal er bókað.
‘Forskeyti’: Undir ‘Valkostir’ er hægt að bæta forskeyti við til að innihalda einhvern texta áður en fylgiskjalsnúmerið hefst. Til dæmis: ‘R’ fyrir Reikning.
‘Lengd’: Bætið við lengd fylgiskjalsnúmers.
‘Lokað’, ‘Handvirkt’, ‘Í notkun’: Haka skal við viðeigandi reiti
Hægt er að skoða fylgiskjalsnúmerið sem leiðir af því að bæta við reitnum ‘forskeyti’ fyrir hverja færslu. Lestu um að bæta við reitum hér.