Lestu hvernig þú færir gögnin þín úr Dynamics 365 Business Central (BC) /Nav Online yfir í Uniconta.
Við mælum með að þú fáir umboðsaðila til að annast gagnaflutninginn og til að yfirfara gögnin að honum loknum.
Þessi gagnaflutningur byggir á innlestri gagna úr Business Centrals Rapid Start skýrslu.
Flutningur gagna úr BC
Skráðu þig inn í BC og skiptu yfir á ensku þar sem gögnin þurfa að vera með enskar dálkafyrirsagnir!
Leitaðu að Rapid Start og stofnaðu nýjan pakka sem þú kallar t.d. BC2UC
Settu svo inn eftirfarandi töflur. Einfaldasta leiðin er að afrita listann hér að neðan inn í skjámyndina.
TABLE ID | TABLE NAME |
3 | Payment Terms |
7 | Standard Text |
10 | Shipment Method |
13 | Salesperson/Purchaser |
15 | G/L Account |
17 | G/L Entry |
18 | Viðskiptavinur |
21 | Cust. Ledger Entry |
23 | Lánardrottinn |
25 | Vendor Ledger Entry |
27 | Item |
50 | Accounting Period |
79 | Upplýsingar um fyrirtæki |
92 | Customer Posting Group |
93 | Vendor Posting Group |
94 | Inventory Posting Group |
225 | Post Code |
323 | VAT Business Posting Group |
324 | VAT Product Posting Group |
325 | VAT Posting Setup |
348 | Víddir |
349 | Dimension Value |
352 | Default Dimension |
355 | Dimension Set ID Filter Line |
379 | Detailed Cust. Ledg. Entry |
380 | Detailed Vendor Ledg. Entry |
5050 | Contact |
5200 | Employee |
5813 | Inventory Posting Setup |
7002 | Sales Price |
Veldu „No“ í þessum sprettiglugga.
Nú er ”Pakkinn” tilbúinn og hægt að vista með því að velja Package ->Export to Excel
Staðfestu valið og vistun hefst
Þegar vistun er lokið getur þú fundið skránna undir niðurhali. Oftast fær skráin heitið „Default“dato_klokkeslet.
Innlestur Rapid Start pakka í Uniconta
Farðu í Fyrirtæki/Viðhald/Stofna nýtt fyrirtæki
Fylltu út viðeigandi upplýsingar:
Heiti fyrirtækis er valkvæmt, ef það er skilið eftir autt er það sótt úr fyrirtækisupplýsingum í Excelsskránni.
Veldu lykla fyrir villulykil og rekstrarniðurstöðu.
Í reitunum sækja gögn velur þú Rapid Start pakkann.
Smelltu á Stofna fyrirtæki til að hefja innlestur
Þegar gagnaflutningi er lokið birtist stöðumynd og þaðan getur þú farið í fyrirtækið með því að smella á hnappinn Fara í fyrirtæki
Að gagnaflutningi loknum mælum við með að lesa yfir þessa grein: Eftir gagnaflutning