Gagnastjórnun má finna undir Verkfæri/Gögn/Gagnastjórnun
Með gagnastjórnun er hægt að velja úr öllum töflum og þar með öllum reitum í fyrirtækinu þar sem síðan er hægt að breyta í hverjum reit.
Fyrst er valin tafla og smellt á Reiti í tækjaslánni. Þá er hægt að velja þá reiti sem á að vinna með í gagnastjórnun og smellt svo á ‘Halda áfram’.
Tækjasláin í Gagnastjórnun
Lýsing á hnöppum í tækjaslá Gagnastjórnun
- Fjarlægja röð
- Fjarlægir röð (línu) úr listanum (eyðir)
- Sía
- Hér er hægt að sía á þau gögn sem á að eiga við í gagnastjórnun
- Bæta við eða breyta dálkum
- Hér er hægt að breyta dálkum með föstu gildi eða forskrift
- Bæta við forskrift
- Bætir forskrift við tiltekinn reit
- Villuleita
- Athugar hvort að gagnastjórnun sé rétt
- Uppfæra
- Uppfærir töflu eftir breytingar
- Eyða
- Eyðir öllu nema það sé tengt við aðrar töflur
- Hætta við
- Hættir í gagnastjórnun og lokar glugga
Hér að ofan sjáum við gluggan sem opnast þegar við smellum á Bæta við eða breyta dálkum
og getum nú keyrt forskrift til að reikna t.d. söluverð 2.
Uppfæra reiti með föstu gildi
Ef við viljum setja fast gildi á margar línur í einu gerum við eftirfarandi:
- Opna Verkfæri/Gögn/Gagnastjórnun
- Velja viðeigandi töflu og smella á Reitir
- Velja viðeigandi reiti og smella á Halda áfram
- Nú sérðu öll gögnin þín
- og getur síað á þær línur sem þú vilt breyta eða uppfæra
- Smella á Bæta við eða breyta dálkum
- Velja reitinn sem á að breyta í Heiti reits
- Velja skal Gildi
- Slá inn Gildi sem færa á í reitinn
- Smella á Í lagi
- Nú sjást þær breytingar sem hafa verið gerðar. Það er ekki búið að vista þær enn.
- Ef allt er í lagi er smellt á Villuleita til að tryggja að gögnin séu í lagi. Smella næst á Uppfæra til að keyra breytingarnar.
- Nú hafa atriðin breyst.
Uppfæra dagsetningarreiti með nýju gildi
Hægt er að uppfæra dagsetningarreiti með því að bæta við sekúndum.
Dagur samanstendur af 86400 sekúndum.
Dæmi um að breyta dagsetningu eftir 10 daga.
this.DeliveryDate + (86400 * 10)
Bætir 10 dögum við dagsetninguna.