Ef þú stundar viðskipti í erlendum gjaldmiðlum, t.d. inn- eða útflutning er gott að geta slegið fjárhæðir inn í erlendum gjaldmiðlum og láta þær reiknast yfir í grunngjaldmiðil á dagsgengi. Þannig er auðveldlega hægt að fylgjast með þeim viðskiptum sem fara fram í gjaldmiðli og skráðu gengi. Mun fljótlegra er að slá fjárhæðir inn í reikningsgjaldmiðli en að umreikna hverja fjárhæð fyrir sig. Þetta einfaldar afstemmingu við reikninga í erlendum gjaldmiðlum. Ef þú selur í erlendri mynt getur gengiflökt valdið því að söluverðin þín flökta með og þú ferð á mis við þá verðpunkta sem þú lagðir upp með. Þetta má leysa með því að setja upp þín söluverð í erlendum gjaldmiðlum.
Fyrir nánari upplýsingar:
Gjaldmiðilskóðar og gengi
Gengistaflan uppfærist sjálfkrafa með reglubundnu millibili og ekki er hægt að breyta henni handvirkt.
Lokagengi dagsins er vistað á hverjum degi ef það hefur breyst frá því daginn áður. Ef bókað er aftur í tímann í erlendum gjaldmiðlum notar kerfið gengi á bókunardagsetningu til að umreikna.
Gengiskross ISK í USD er sóttur daglega frá Seðlabankanum og aðrir gengiskrossar reiknaðir út frá þeirri skráningu.
Til að setja upp eigið gengi. Lesa meira hér.
Skráð gengi
Allar fjárhæðir reiknast frá grunngjaldmiðli sem er valið við uppsetningu fyrirtækisins. Grunngjaldmiðilinn er hægt að finna undir Fyrirtæki/Fyrirtækið mitt.