Hefurðu gleymt lykilorðinu þínu?
Ef þú hefur gleymt lykilorðinu þínu og færð þessi skilaboð getur þú smellt á „Týnt lykilorð“, slegið inn notendanafnið þitt eða tölvupóstfangið og smellt á „Senda“.
Í framhaldinu færðu sendan tölvupóst með bráðabirgðalykilorði sem þú notar til að skrá þig inn í Uniconta.
Tölvupóstur með bráðabirgðalykilorði
Þegar þú hefur beðið um nýtt lykilorð færðu tölvupóst með nýju lykilorði fyrir Uniconta.
Breyta lykilorði
Skráðu þig nú inn i Uniconta með notendanafni og bráðabirgðalykilorðinu sem þú fékkst í tölvupósti og breyttu lykilorðinu í eitthvað sem þú gætir munað.
Smelltu á „Notandann“ efst í hægra horninu og veldu „Mínar stillingar“.
Þá opnast spjald þar sem þú getur slegið inn bráðabirgðalykilorðið þitt og nýtt lykilorð og vistað.
Næst þegar þú opnar Uniconta notar þú notendanafnið þitt og nýja lykilorðið.
„Annar aðili er skráður inn…“
Ekki hafa áhyggjur þótt þessi skilaboð koma upp „Annar aðili er skráður inn með notendanafni þínu. Þú hefur því verið útskráður„.
Þetta er kannski eitt af nokkrum sviðsmyndum t.d. ef notandi hefur ekki útskráð sig frá Uniconta yfir nótt og uppfærsla gagnaþjóns hefur verið keyrð yfir nóttina þá verður notandi sjálfkrafa skráður út og fær þá viðkomandi skilaboð hér að neðan.
Eftir að smellt er á „Í lagi“ mun notandinn hafa tækifæri til að slá inn lykilorðið sitt aftur og geta haldið vinnslu áfram.
Skilaboð: „Þú ert ekki skráður inn“