Hér þarftu að fylla út greiðsluupplýsingar fyrir hvern lánardrottinn.
Fyrst förum við í gegnum greiðsluhættina í Uniconta.
Greiðslumáti: Millifærsla RB
Bankareikningur lánardrottins er einnig kallaður BBAN (Basic Bank Account Number).
Í Uniconta gefum við íslensk bankareikningsnúmer upp með eftirfarandi hætti. Fyrstu 4 stafirnir eru bankanúmer, næstu tveir eru höfuðbók og svo reikningsnúmer.
Greiðslukenni er opinn textareitur og tekur einnig bókstafi. Þegar greiðsluskrá er stofnuð fjárlægir kerfið bókstafi.
Greiðsluháttur: IBAN
Við erlenda millifærslu þarf að færa inn IBAN númer og SWIFT kóða. IBAN númerið fer í reitinn Greiðslukenni.
Greiðsluháttur: Krafa
Unnið er að uppsetningu á greiðslu á kröfum lánardrottna.