Nýr notandi byrjar á því að skrá sig með því að slá inn nafn, netfang, síma, notendanafn og lykilorð
Að skráningu lokinni getur notandinn skráð sig í Uniconta úr hvaða tölvu eða snjalltæki sem er. Við fyrstu innskráningu eru tveir möguleikar í boði 1) að stofna fyrirtæki eða b) fá aðgang að fyrirtæki.
Ef þú ákveður að stofna fyrirtæki verður þú sjálfkrafa eigandi fyrirtækisins. Eigandi hefur aðgang að öllum gögnum og aðgerðum fyrirtækis. Hann getur einnig úthlutað réttindum til annara notenda eftir þörfum.
Til að byrja með getur eigandi valið að afrita grunngögn frá öðru fyrirtæki.
Ef að notandi þarf að fá aðgang að fyrirtæki sem er til í Uniconta getur hann sent notendanafnið sitt til eiganda fyrirtækisins eða leitað eftir nafni fyrirtækisins og sótt um aðgang.
Að lokinni uppsetningu getur notandinn hafist handa í Uniconta.