Lotunúmer á við um flokk (lotu) vara.
Í Birgðir/Vörur, verður að velja Lotunúmer á vöruspjaldinu.
Fara í Lánardrottinn/Innkaupapantanir.
Stofna línu með F2 eða smella á Bæta við færslu í tækjaslánni.
Velja lykil og eru upplýsingar um viðskiptavininn sóttar og núna er hægt að breyta eftir þörfum.
Smella á Vista og fara í innkaupalínurnar til að færa inn vörurnar sem á að panta.
Smella á hnappinn Lotu-/raðnúmer.
Tengdar vörur birtast efst á skjánum. Sjálfgefið er að það sé autt og hægt að stofna eftir þörfum fjölda lína sem á að kaupa inn.
Neðst á skjánum er hægt að sjá ótengd lotu-/raðnúmer sem stofnuð eru á valdri vöru. Ef ekkert er á neðri skjánum er hægt að stofna það undir „Birgðir/Viðhald/Lotu-/Raðnúmer“. Lesa meira hér.
Nú er hægt að bæta við vörunum í pöntunarlínurnar sem á að kaupa inn.
Stofna línu með F2 eða smella á Bæta við færslu í tækjaslánni.
Ef lotunúmer er fyllt út í neðri hluta Lotu-/raðnúmer skjámyndar, er merkt við vörurnar sem tengja á úr Ótengt við línurnar sem eru stofnaðar í Tengt.
Það kunna að vera fleiri ótengdar línur en tengdar, en það verður að vera að minnsta kosti jafnmikill fjöldi. Ef það eru fleiri línur í Tengt þá hafa ekki verið stofnuð öll lotu-/raðnúmer. Þeim verður að bæta við áður en hægt er að ljúka innkaupunum.
Smellt er á Tengja í tækjaslánni og vörurnar í efri skjámyndinni verða tengdar við lotu-/raðnúmerin sem hafa verið stofnuð.
Smella á Vista og loka flipanum.
Þegar innkaupareikningur er reikningsfærður er hægt að sjá raðnúmerið.
Get ég keypt meira af sama lotunúmeri?
Sjálfgefið er að þú getur ekki keypt sama lotunúmer ef það er uppselt, þ.e.a.s. magnið hefur farið í núll.
Það er til lausn þar sem þú breytir upphafsmagni lotunnar í t.d. 1 (magnið hefur enga þýðingu með fjölda innkaupa. Magnið verður að eyða eftir á). Síðan er hægt að merkja/tengja það magn sem óskað er eftir í innkaupapöntuninni og skrá það í birgðir.
Eftir að hafa gengið frá innkaupum verður þú að eyða magninu sem slegið er inn í upphafsmagnsreitinn og endurreikna birgðirnar.