Athugið: Hægt er að setja upp raðnúmer bæði fyrir og meðan á innkaupapöntunum stendur.
Hægt er að nota raðnúmer fyrir einstakar birgðavörur.
Fara í Lánardrottinn/Innkaupapantanir.
Stofna línu með F2 eða smella á ‘Bæta við færslu‘ í tækjaslánni.
Velja lánardrottnalykillinn og viðeigandi reitir verða fylltir út sjálfkrafa úr gildandi lánardrottnaupplýsingum.
Smella á Vista og fara í innkaupalínurnar til að færa inn vörurnar sem á að panta.
Smella á hnappinn Lotu-/raðnúmer.
Efsti helmingur skjásins mun nú Iista upp ‘Tengdu’ vörurnar Sjálfgefið er að það sé autt og hægt að stofna eftir þörfum fjölda lína sem á að kaupa inn.
Neðsti helmingur skjásins sýnir ótengd lotu-/raðnúmer, sett upp fyrir vöruna sem er valin.
Athugið: Ef raðnúmerið er ekki þegar sett upp í neðsta helmingi skjásins þá er dagsetning, lokadagur og númerið hægt að slá inn í nýju birgðavöruna í efsta helmingi skjásins. Þú verður að stofna eins margar línur og það er fjöldi af raðnúmerum.
Einnig er hægt að bæta við birgðavörum sem keyptar eru beint úr pöntunarlínunni.
Stofna línu með F2 eða smella á Bæta við færslu í tækjaslánni.
Gátmerki er sett í dálkinn til vinstri fyrir birgðavörurnar sem á að tengja.
Hugsanlega eru fleiri ótengdar línur en tengdar vörur, en það verða að vera að minnsta kosti jafnmikill fjöldi. Ef það eru fleiri línur í Tengt hefur ekki verið stofnað öll lotu-/raðnúmer. Þessum lotu-/raðnúmerum þarf að bæta við áður en innkaupunum er lokið.
Smella á hnappinn ‘Tengill’ í tækjaslánni og birgðavörurnar efst á skjánum verða tengdar við lotu-/raðnúmerið sem var stofnað.
Smellt er á Vista og loka flipanum með því að smella á flipann X eða Esc
Viðeigandi raðnúmer birtist nú á reikningnum við innkaup.
Fara skal í Birgðir/Vörur og velja vörurnar sem hafa verið keyptar.
Smella á Lotu-/raðnúmer í tækjaslánni.
Innkaupin eru nú skráð í línurnar sem eru sýndar hér í birgðafærslunni.