Hægt er að flytja inn hreyfingalista úr banka á tveimur stöðum í Uniconta.
Annars vegar í Dagbækur og hins vegar í Afstemmingu banka
Ef hreyfingar eru lesnar inn í Afstemmingu banka tryggir kerfið að sama færslan lesist ekki inn oftar en einu sinni. Að auki getur bankaafstemming séð um innlestur á rafrænum færslum og tryggt sjálfvirka jöfnun færslna.
Allir bankar bjóða upp á að flytja hreyfingayfirlit yfir í Excel eða CSV skrár sem þú getur vistað og hlaðið inn í Dagbækur eða Afstemmingu banka í Uniconta. Á þennan hátt er hægt að færa inn bankahreyfingar í Dagbækur eða Afstemmingu banka og bæta við auka upplýsingum áður en bókun á sér stað.
Lesa meira um bankaafstemmingu hér.
Lesa inn færslur í dagbók
Ef smellt er á „Flytja inn hreyfingayfirlit banka“ í Fjárhagur/Dagbækur birtist eftirfarandi skjámynd:
ATH! Bókhaldslykill í Fjárhag þarf að vera af tegundinni „Banki“ til að hægt sé að færa inn hreyfingar úr banka.
Lesa meira um hvernig velja skal gerð lykils fyrir bókhaldslykil hér.
Ef eitthvað hefur verið rangt fært er hægt að eyða því í Fjárhagur/dagbækur, með því að smella á „Eyða dagbókarfærslum“ í tækjaslánni.
Lesa inn færslur í bankaafstemmingu
Ef smellt er á hnappinn Sækja gögn undir Fjárhagur/Afstemming banka, þá birtist eftirfarandi skjámynd:
Smella á „Fletta“ til að finna skrána með hreyfingayfirlitinu sem þú hefur flutt út úr bankanum og vistað á heimadrifinu þínu.
Ef skráin hefur verið send í innhólf Uniconta þá er hægt að finna skránna með því að nota hnappinn „Hengja við“. Þessi leið er möguleg ef viðkomandi hefur ekki aðgang að bankareikningum og þarf aðeins að gera afstemmingu í Uniconta.
ATH: Ef bankinn á að vera sjálfkrafa fylltur út við innlestur, verður að fylla út bankareikninginn/mótlykilinn í færslubókaruppsetningunni. Hér skal útfylltur lykill/mótlykill vera jafn þeim sem valinn er hér. Lesa meira hér
Ef röng skrá er lesin inn er hægt að eyða henni með því að smella á „eyða innflutt“ í tækjaslánni.
Reitir – Flytja inn hreyfingayfirlit banka
Skráarsnið: Veldu vistað skáarsnið eða hannaðu snið og vistaðu
Ekki er hægt að lesa Excel skrá (XLS*) beint inn. Fyrst skal vista skránna sem CSV skrá.
Breyta röðun: Snýr við röðun eftir dagssetningum í innlestri.
Setja línur á bið: Setja færslur á bið eftir innlestur.
Síðasta dagsetning: Dagsetning síðustu hreyfingar í innlestri. Þarf ekki að fylla út.
Velja skrá: Veldu skrá til innlestrar
Hengja við: Hengja skránna við innlesturinn
Hnappar – Flytja inn hreyfingayfirlit banka
Bæta við skráarsnið banka: Bætir nýju skráarsniði við. (sjá “uppsetning skráarsniða”)
Breyta skráarsnið banka: Breytir skráarsniði sem hefur verið vistað (sjá “uppsetning skráarsniða”)
Sjálfvirkt val á lykli: Uniconta lærir að lykla færslur. Sjá aðrar leiðbeiningar.
Flytja inn: Smelltu á hnappinn til að lesa inn hreyfingaskránna.
Skoða bankayfirlit: Lestu lýsinguna á þessum hnappi hér að neðan.
Uppsetning skráarsniða
Hægt er að bæta við eða breyta skráarsniðum í gegnum happana undir ‘Flytja inn hreyfingayfirlit banka’. Með því að smella á Bæta við eða Breyta skráarsniði er hægt að breyta því hvernig skráin er flutt inn.
Einnig er hægt að setja upp skrársniðið með hnappnum Skoða hreyfingayfirlit banka eins og lýst er neðar í greininni.
Hnappar – Uppsetning skráarsnið
Vista: Vistar skráarsniðið.
Hætta við: Hættir við breytingar eða stofnun skráarsniðs.
Eyða: Eyðir skráarsniði af listanum.
Sniðmátar: Sækir vistuð sniðmát fyrir innlestraskrá.
Reitir – Uppsetning skráarsniðs
Heiti reits | Lýsing |
Skrársnið | Slá inn eða breyta heiti skrársniðsins |
Snið | |
Svæðisafmarkarar | Í þessum reit er tákn sem skilur að reitina í skránni. Ýmist komma eða semikomma. |
Dagsetningarsnið | Dagsetningarsnið skrárinnar. |
Hoppa yfir línur | Tilgreinir hvort eigi að sleppa efstu línunni eða línunum í skránni. Ef skráin inniheldur til dæmis haus er 1 fært inn í þennan reit þannig að fyrstu línunni sé sleppt við innlestur. |
Sæti reits í skránni | Í reitunum hér að neðan skal slá inn reitarnúmerið þar sem núverandi upplýsingar eru í skránni. |
Dagsetning | Ef dagsetningin er í reit 1 í skránni er 1 fært inn í þennan reit. |
Texti | Sjá lýsinguna hér að ofan |
Upphæð | Sjá lýsinguna hér að ofan |
Fylgiskjal | Sjá lýsinguna hér að ofan |
Reikningur | Sjá lýsinguna hér að ofan |
Stafrænt fylgiskjal | Sjá lýsinguna hér að ofan |
Mótlykill | Sjá lýsinguna hér að ofan |
Greiðslutilvísun | Færið inn númer reits í skránni sem inniheldur upplýsingar um Greiðslutilvísun. Yfirleitt er reiturinn það sama og textareiturinn og þess vegna verður sama reitanúmer að birtast í reitnum Texti og þessum reit. |
Greiðsluauðkenni | Færið inn það sem einkennir textann. Það er, hvernig Uniconta getur viðurkennt að það er Greiðsluauðkenni. Venjulega skrifa bankar textann Greiðsluauðkenni eða svipað fyrir sjálft auðkennið. Ef nauðsyn krefur er textinn Greiðsluauðkenni fært inn í þennan reit. |
Upphæð (Greiðsluauðkenni) | Færið inn númer reitsins í skránni sem inniheldur upphæðirnar í greiðsluauðkenni. Yfirleitt er sama reitur og reitur upphæðar og þess vegna ætti sama reitanúmer að birtast í reitnum Upphæð og þessum reit. |
Staða (Kenni). | Í hvaða reit birtast debet- og kredit upplýsingar ef ekkert auðkenni er notað |
Kenni – Debet | Tákn fyrir debet. T.d. „D“ |
Kenni – Kredit | Tákn fyrir kredit. T.d. „K“ |
IBAN | Sjá lýsinguna á reitnum Dagsetning hér að ofan |
Minnispunktur | Sjá lýsinguna á reitnum Dagsetning hér að ofan |
Gjaldmiðlar | Sjá lýsinguna á reitnum Dagsetning hér að ofan |
Upphæð í gjaldmiðli | Sjá lýsinguna á reitnum Dagsetning hér að ofan |
Upplýsingar | Sjá lýsinguna á reitnum Dagsetning hér að ofan |
Skjöl | Tengill í skjal getur verið Lyklatengill eða stafrænt fylgiskjal sem staðsett er á vefþjóni. |
Hér færir þú inn dálkanúmer fyrir þá reiti sem þú vilt lesa inn. A.m.k. Dagssetning, Texti og Upphæð.
Skoðaðu skránna úr bankanum og veldu hvaða dálkur úr skránni fer í hvaða sæti við innlestur
Hnappurinn Skoða hreyfingayfirlit banka
Ef smellt er á Skoða hreyfingayfirlit banka birtast gögnin úr valinni bankayfirlitsskrá og efst er hægt að velja hvaða reiti í Uniconta-gögnunum á að vista í.
Skráin birtist og í „Reitavali“ fyrir hvern dálk er hægt að velja hvaða reitadálk á að flytja inn. Þegar dálkurinn með upphæð birtist verður að velja að þessi dálkur á lesast í reitinn „upphæð“.
Uniconta stillir þá sjálfkrafa „upphæð“ til dæmis í dálki 3, og er þá „upphæð“ nú í þriðja dálki.