Kerfislyklar sem eru í lista bókhaldslykla eru notaðir til framkvæma sjálfvirkar færslur eins og gengismismun, auramismun, flutning á hagnaði/tap á eigið fé o.s.frv.
Eingöngu er hægt að nota kerfislykla á þeim lyklum sem hægt er að bóka á, það eru lyklar af gerðunum Rekstur og Efnahagur. (Ekki er hægt að nota lykla af gerðinni Haus, Samtala eða Útreikningur sem kerfislykla.)
Auðvelt er að nota kerfislykla fyrir færslur sem nú þegar eru bókaðar, annað hvort handvirkt eða sjálfvirkt. Hægt er að bóka á lykla sem eru settir upp sem kerfislyklar. T.d. er hægt að nýta lykilinn vörunotkun í rekstri til þess að færa birgðabreytingu.
Hægt er að velja kerfislykla í Fjárhagur/Bókhaldslykill og smella á „Bæta við“:
Kerfislykill | Lýsing |
Lykill rekstrarniðurstöðu | Þegar opnunarfærslur eru keyrðar núllstillist rekstrarreikningur og niðurstaða ársins er flutt á þennan lykil. Þetta er oftast lykilinn óráðstafað eigið fé. |
Afgjaldslykill | Lykill til uppsöfnunar afgjalds og til að færa skatta og skyldur. Ýmist handfært á lykilinn eða afgjald skilgreint í sérstakri uppsetningu vöruflokka og vörunúmera sem afgjald fylgir. Þessi reikningur er eingöngu notaður til birtingar og skýrslugerðar. |
Útskattur | Lykill sem safnar útskatti. Hefur ekki áhrif í VSK skýrslu. Þessi reikningur er eingöngu notaður til birtingar og skýrslugerðar. |
Lykill sem safnar innskatti. Hefur ekki áhrif í VSK skýrslu. | Lykill sem safnar innskatti. Hefur ekki áhrif í VSK skýrslu. Þessi reikningur er eingöngu notaður til birtingar og skýrslugerðar. |
Gengismunur | Lykill til færslu útreiknaðs gengismismunar við kaup og sölu í erlendum gjaldmiðlum. Gengismunur kemur yfirleitt fram þegar gengi sveiflast á milli þess tíma sem reikningur er sendur og greiðsla er móttekin. |
Auramismunur | Lykill til bókunar á auramismun (sléttun). |
Sléttun VSK | Lykill fyrir sjálfvirka afrúnnun á VSK. Á lyklinum er VSK reiknaður fyrir hverja línu. Ef margar línur eru á reikningi getur myndast auramismunur á reiknaðri VSK fjárhæð og fjárhæð reiknings. Afrúnnun VSK fer almennt á VSK lykla. Þessi lykill er venjulega settur undir inn- og útskatt VSK í bókhaldslyklinum. |
Endurmat birgða | Lykill til að halda utanum endurmat birgða. Þessi Kerfislykil er yfirleitt tekjulykill þar sem hann verður annaðhvort tekjur eða gjöld. Ef þessi Kerfislykill er ekki settur upp í lista bókhaldslykla mun Endurmat eingöngu vera bókað í birgðabók en ekki í fjárhag. Kerfisykillinn hefur mótlykil sem er skilgreindur í Birgðir/Viðhald/Vöruflokkar: með því að nota hnappinn „bæta við vöruflokki“ og reitinn „Birgðabók“. Þetta er yfirleitt efnahagslykill fyrir viðbætur eða rýrnun á birgðum. |
Birgðabreyting | Lykill til að halda utan um hreyfingar vegna birgðatalningar, hagnaðs/taps og rýrnunar í birgðabókum. Þessi Kerfislykil er yfirleitt tekjulykill þar sem hann verður annaðhvort tekjur eða gjöld. Ef þessi Kerfislykill er ekki settur upp í lista bókhaldslykla munu færslur af gerðinni birgðatalning, hagnaður/tap og rýrnun eingöngu bókast í birgðabók en ekki í fjárhag. Kerfisykillinn hefur mótlykil sem er skilgreindur í Birgðir/Viðhald/Vöruflokkar: með því að nota hnappinn „bæta við vöruflokki“ og reitinn „Birgðabók“. Þetta er yfirleitt efnahagslykill fyrir viðbætur eða rýrnun á birgðum. |
VSK vegna innflutnings | Telur ekki með í VSK skýrslu. Allar færslur sem hafa VSK kóða munu birtast í VSK skýrslunni. Það eru þrjár gerðir lykla sem hafa VSK kóða. 1. Færslulyklar. 2. VSK lyklar í fjárhag (venjulega inn- eða útskattur) 3. Mótlykill í VSK lyklunum. (#3 telur ekki með í VSK skýrslu) Síðastnefndi lykillinn á ekki að vera með í VSK skýrslu og er undanþegin ef kerfislykillinn ”Mótbókun skattskylds innflutnings” er festur á þann lykil. |
Gjaldfærður innskattur í tolli | . Notast til að reikna VSK af fjárhæð innflutningsvöru. Þetta er mótlykill í VSK-reikningi innflutnings. |