Ef kreditfærsla á að fara fram í Verki eru nokkrar leiðir til þess.
- Stofna lokareikning frá „Verk í vinnslu“ eða Stofna pöntun í yfirliti verka.
- Sölupöntun er stofnuð í viðskiptavinakerfinu. Nota verknúmer og tekjur undir „tegund“. Þessi aðferð krefst þess að vara sé stofnuð sem vísar á Verktegund fyrir kreditfærsluna.
- Stofna Áfangareikning í gegnum sölupöntun (tegundin í pöntunarhausnum verður að vera af tegundinni áfangareikningur) og síðan Núll-reikningur.
1) Stofna lokareikning frá „Verk í vinnslu“ eða Stofna pöntun í yfirliti verka.
Velja tímabil án færslna.
Velja Já hér og stofna pöntunina.
Fara í pöntunarlínur
Færa inn upphæðina sem á að kreditfæra og reikningsfæra pöntunina.
Nú birtast þessar tvær færslur á verkinu.
Kreditnóta hefur verið gerð.
2) Stofna sölupöntun í viðskiptavinakerfinu. Nota verknúmer og tekjur undir „tegund“. Þessi aðferð krefst þess að vara sé stofnuð sem vísar á Verktegund fyrir kreditfærsluna.
Athugið: Verktegund fyrir kreditfærslu má ekki vera af tegundinni „Leiðrétting/aðlögun“
Varan Kreditnóta er stofnuð. Ef óskað er eftir að hægt sé að kreditfæra mismunandi verktegundir t.d. vinnulaun og efni.
Þá þarf að gera vöru fyrir hverja Verktegund.
Sölupöntun er stofnuð.
Fylla út Verk og Tegund. Tegundin verður að vera „Tekjur“
Stofna sölupöntun fyrir vöruna sem á að kreditfæra. Reikningsfæra hana svo.
Á verkinu myndast þessar færslur. Kreditnóta hefur nú verið gerð.
3) Stofna Áfangareikning í gegnum sölupöntun (tegundin á Pöntunarhausnum verður að vera af tegundinni Áfangareikningur) og síðan Núll-reikningur.
Stofna áfangareikning með því að smella á Stofna áfangareikning eða með því að styðja á Sölupöntun í verkyfirlitinu.
Pöntunarlínurnar eru fylltar út með vörunni „Áfangareikningur“. Rita skal annan texta..
Reikningsfæra pöntunina
Ofangreind lína myndast á verkinu.
Áfangareikningurinn verður mótreiknaður og færður sem „Tekjur“ þegar lokareikningur eða Núll-reikningur myndast.