Ef það á að byrja frá grunni með Uniconta, þá mun þurfa að færa opnunarstöður. Til þess að byrja frá grunni þarf að fylgja eftirfarandi aðferð:
1.
Fyrst skal setja upp notanda
Tengill á hvernig á að setja upp notanda…
2.
Næst skal ‘Stofna nýtt fyrirtæki‘
Það sem þarf að gæta við uppsetningu lykla. Hægt er að bæta við lyklum eftir að bókhaldslyklar hafa verið stofnaðir.
Tryggja þarf að rétt fjárhagsár er fært inn. Rekstrartölur frá fyrra ári má færa til samanburðar. Hægt er að færa opnunarstöður inn ef núverandi ár er valið.
3.
Áður en nýjar bókhaldsfærslur eru færðar í nýja Uniconta-fyrirtækinu eru niðurstöður frá fyrra ári (til dæmis 31/12) eða núverandi ár (til dæmis 1/1) bókaðar.
Smella skal á Fjárhagur/Dagbækur í yfirlitsmynd Uniconta.
Hægt er að velja færslubækur, sem þegar hafa verið stofnaðar eða stofna nýja færslubók til að bóka opnunarstöðu / niðurstöðu fyrra árs.
Hægt er að búa til nýja færslubók með því að smella á hnappinn „Bæta við dagbók“ í tækjaslánni eða ýta á F2.
Ef stofna á nýja færslubók, þá ætti ný fylgiskjalsnúmeraröð að vera sett upp undir Fjárhagur/Viðhald/Númeraraðir.
Lesa meira um Dagbækur og Númeraraðir hér.
Ef velja á síðasta dag fyrra bókhaldsárs (31/12/XX):
Velja Notanda og Kerfisdagsetningu efst í hægra horninu á Uniconta skjánum.
Stilla skal kerfisdagsetninguna á 31/12 fyrra árs.
Velja færslubókina sem þarf með því að fara í Fjárhagur/Dagbækur og smella á ‘Dagbókarlínur’.
Færa skal inn niðurstöður frá og með 31/12 síðasta árs í hverri færslubók.
(Fjárhæðir þurfa að vera sóttar úr gamla bókhaldskerfinu)
Athugið að hagnaður eða tap tímabilsins eftir skatta verður ekki flutt.
Ef mismunurinn (sýndur efst til hægri á tækjaslánni hér) er núll (0,00) þá stemmir staða færslubókarinnar og er því rétt.
Smella á „Villuleita dagbók“ hnappinn í tækjaslánni.
Ef búið er að athuga færslubókina og hún er ‘Í lagi’ þá er hægt að smella á hnappinn „Bóka dagbók“ á tækjaslánni.
Þegar færslubók er bókuð er hægt að herma eftir bókhaldsfærslunum áður en færslubókin er bókuð. Ef einhver vafi er um bókhaldsfærslurnar þá er mælt með því að framkvæma „Hermun“ fyrst með því að haka í gátreitinn, eins og sýnt er hér að neðan.
Ganga skal úr skugga um að „Hermun“ er ómerkt þegar færslubók er tilbúin til bókunar.
Ganga skal úr skugga um að kerfisdagsetningin sé hreinsuð þegar opnunarstöður hafa verið færðar inn. Þetta er hægt að gera með því að fara efst í hægra hornið, smella á Notanda táknið, velja „Kerfisdagsetningu“ og hreinsa dagatalið.
Ef byrjað er á nýju fjárhagsári (1/1/XX):
Til þess að hefja fyrsta fjárhagsárið er smellt á Fjárhagur/Viðhald/Fjárhagsár.
Smella á „Bæta við fjárhagsár“ og slá inn núverandi ár. Stilla skal „Staða tímabils, ár“ á „Opið“ og smella á „Vista“ í tækjaslánni.
Þegar búið er að bæta við fjárhagsári skal velja nýja árið og smella á hnappinn „Keyra opnunarfærslur“ í tækjaslánni.
Þegar velja skal fyrsta dag á nýju fjárhagsári (t.d. 1/1/XX):
Velja „Notandi/Kerfisdagsetning“ í efra hægra horninu.
Stilla kerfisdagsetninguna á 1/1 á núverandi ári.
Í Fjárhagur/Dagbækur er færslubókin valin og smellt á hnappinn „Dagbókarlínur“ á tækjaslánni.
Færa skal inn opnunarstöðu fyrir núverandi ár frá og með 1/1 í færslubókina.
Ef mismunurinn (sýndur efst til hægri á tækjaslánni hér) er núll (0,00) þá stemmir staða færslubókarinnar og er því rétt.
Smella á „Villuleita dagbók“ hnappinn í tækjaslánni.
Ef búið er að athuga færslubókina og hún er ‘Í lagi’ þá er hægt að smella á hnappinn „Bóka dagbók“ á tækjaslánni.
Þegar færslubók er bókuð er hægt að herma eftir bókhaldsfærslunum áður en færslubókin er bókuð. Ef einhver vafi er um bókhaldsfærslurnar þá er mælt með því að framkvæma „Hermun“ fyrst
Ganga skal úr skugga um að „Hermun“ er ómerkt þegar færslubók er tilbúin til bókunar.
Ganga skal úr skugga um að kerfisdagsetningin sé hreinsuð þegar opnunarstöður hafa verið færðar inn. Þetta er hægt að gera með því að fara efst í hægra hornið, smella á Notanda táknið, velja „Kerfisdagsetningu“ og hreinsa dagatalið.
4.
Bókhaldslyklar eru nú tilbúnir til notkunar.
Aðeins eitt fjárhagsár getur verið „Opið“ í einu. Fara skal í Fjárhagur/Viðhald/Fjárhagsár og haka við dálkinn „Yfirstandandi ár“.
Tryggja skal að á viðkomandi fjárhagsári sé hakað í „Yfirstandandi ár“.