Í Uniconta geturðu stofnað afbrigði. Afbrigði eru t.d. notuð fyrir svo sem stærð, litur, hæð, breidd, dýpt o.s.frv.
Hægt er að stofna allt að 4 milljarða afbrigða.
Fara í Birgðir/Viðhald/Afbrigðisgerðir/Afbrigðisgerðir til að sjá yfirlit afbrigðisgerða.
Stofna afbrigði
Til að stofna afbrigði, þarf að velja Birgðir/Viðhald/Afbrigðisgerðir/Afbrigðisgerðir.
Smella á ‘Setja upp afbrigðisgerðir’ í tækjaslánni, til að stofna eitt eða fleiri afbrigði.
Velja fjölda afbrigða með því að smella upp og niður á örvarnar
Í dæminu hér að neðan eru 2 afbrigði valin, Litur og Stærð. Það er undir hverjum og einum notenda komið hvað afbrigðin eiga að heita.
Smella á ‘Vista’ til að geyma afbrigðin.
Í afbrigðisglugganum getur þú valið á milli afbrigðisgerða í fellivalmynd og stofnað afbrigði.
Velja t.d. Litur í fellivalmyndninni.
Smella á ‘Bæta við afbirgðisgerð’ og þá birtist ný lína þar sem slegið er inn
‘Afbrigðisgerð’ og ‘Heiti’. Reiturinn ‘Afbrigðisgerð’ getur innihaldið 10 stafi og ‘Heiti’ getur innihaldið 40 stafi. Smella á ‘Vista’ til að geyma afbrigðin.
Eyða afbrigðisgerð: Hér er hægt að eyða afbrigðinu.
ATH: Ekki er hægt að eyða afbrigðum með færslum.