‘Allar uppskriftir’ sýnir allar uppskriftir í fyrirtækinu.
Fara skal í Birgðir/Skýrslur/Allar uppskriftir
Hér birtist listi yfir allar stofnaðar uppskriftir.
Ef þú vilt sjá tengdar vörur skal smella á ‘Útvíkka allt’ í tækjaslánni og allar uppskriftir eru birtar með tengdum vörum.
Þá er hægt að draga til baka útvíkkun uppskrifta með því að smella á ‘Loka öllu’ í tækjaslánni.
Einnig er hægt að sjá lagskiptingu uppskrifta.
Valin er viðeigandi uppskrift í listanum og smellt á ‘Lagskipt uppskrift’ í tækjaslánni.
ATHUGIÐ: ‘Allar uppskriftir’ er listi og hefur enga aðra virkni en að birta uppbyggingu uppskrifta. Ef breyta þarf vöru eða uppskrift verður að fara í birgðaspjaldinu viðkomandi vöru.