Færslur í birgðabókum færast eingöngu í fjárhag ef búið er að setja upp stýringar á Vöruflokkum og Kerfislyklum. Lesa meira um kerfislykla hér.
Birgðir/Viðhald/Vöruflokkar: Lykill: Móttaka birgða (Birgðabók)
Þetta er mótlykill fyrir bókun færslna úr birgðabók (Birgðir/Birgðabók).
Móttaka birgða (birgðabók) er eignalykill í fjárhag undir fjárhagsflokknum Birgðir. T.d. lykill 7570: ”Birgðaleiðrétting”.
Birgðabók bókast aðeins í fjárhag ef að lykill sé skilgreindur í reitnum Móttaka birgða (birgðabók)
Setja þarf inn lykla fyrir hvern vöruflokk. Nota má mismunandi lykla fyrir mismunandi vöruflokka. Ef ekki er þörf á bóka á birgðabækur fyrir ákveðna vöruflokka þarf ekki að skilgreina lykla fyrir þá vöruflokka.
Stutt útskýring á tegundum vöruhreyfingar í birgðabókinni: Lesa hér
Eftirfarandi birgðafærslur er hægt að gera í gegnum birgðabók:
- Hreyfing Stofnar engar færslur í fjárhag
- Sala Stofnar birgðafærslu sem birtist á viðskiptavininum
- Innkaup Stofnar birgðafærslu sem birtist á lánardrottninum
- Aðlögun Bókast á Endurmat birgða í rekstri (kerfislykill 1)
- Talning Bókast á Birgðabreytingu í rekstri (kerfislykill 2)
- Hagnaður/Tap Bókast á Birgðabreytingu í rekstri (kerfislykill 2)
- Úrelding Bókast á Birgðabreytingu í rekstri (kerfislykill 2)
- Bóka tilbúið Notað til að skrá framleiðsluuppskrift sem tilbúna
- Innifalin í uppskrift Þegar uppskriftir eru niðurbrotnar eru vörurnar sem eru innifaldar í uppskriftinni af þessari gerð
- Opnunarstaða Engin fjárhagsfærsla
- Flutningur Engin fjárhagsfærsla
Kerfislyklar eru skilgreindir í reitnum Kerfislykill í valmynd bókhaldslykla. Tveir kerfislyklar tilheyra birgðabókum:
- Endurmat birgða (kerfislykill 1) Hreyfingartegund Leiðrétting.
- Birgðabreyting (kerfislykill 2) Hreyfingartegundir Talning, Hagnaður/Tap og Úrelding.
Í dæminu að ofan er lykill 2220 notaður sem Kerfislykill fyrir Hagnað/Tap (birgðabreytingu).
Lykill 2210, Endurmat birgða notaður sem Kerfislykill fyrir Endurmat birgða í staðlaðri uppsetningu.
Allar mótbókanir fara á lykil vöruflokksins 7570 Birgðaleiðrétting (Birgðabók).
Vísbendingar