Eftirfarandi dæmi sýna hvernig á að takast á við þóknanir í Uniconta.
Dæmi 1:
Þetta dæmi sýnir hvernig á að reikningsfæra uppskrift sem inniheldur þóknun, eins og umbúðagjald, þar sem sýna þarf gjald við hlið vörunnar á reikningnum.
Hér er verið að selja vöruna ‘Krukka’ fyrir 5000 kr.
Umbúðagjald er 200 kr.
Fyrst skal setja upp tvær aðskildar ‘vörur’ undir Birgðir/Vörur, eins og sýnt er hér á neðan.
Aðalvaran, í þessu tilfelli, ‘Krukka’, ætti að vera sett upp sem UPPSKRIFT.
Þessi vara ætti að vera innifalið í UPPSKRIFT, því skal haka í reitinn ‘Vara notuð í Uppskrift’.
Þá er hægt að setja upp þóknunina. Í þessu tilviki er um að ræða umbúðagjald.
Ath: Ef þóknunin verður notuð sem birgðavara í birgðakerfinu skal velja vörutegundina: ‘Vara’. Annars skal velja ‘Forði’.
Kostnaðarverð og Söluverð verður hið sama, þar sem engin söluframlegð er á þóknuninni.
Ef þóknunin er seld í heilum einingum, þá ætti reiturinn Aukastafir að vera 0.
Ef þóknunin er seld í einingum, t.d. 0,50 þá skal setja aukastafina í 2.
Kostnaðarverðsregla ætti að vera Fast kostnaðarverð.
Í þessu dæmi er þókunin sett upp sem Forði, og hak ætti að vera í reitnum ‘Vara notuð í Uppskrift’.
Þeim vörum sem eru í Uppskriftinni ætti síðan að safna saman. Fara skal í Birgðir/Vörur. Velja skal vöruna fyrir aðaluppskriftina og smella á hnappinn Uppskrift í tækjaslánni. Smella síðan á Inniheldur eins og sýnt er hér að neðan.
Næst er smellt á Bæta við færslu í tækjaslánni til að bæta við vörunni (í þessu tilfelli umbúðagjald). Slá skal inn magn í dálkinn ‘Magn’ og haka í dálkareitina ‘Taka með söluverð’ og ‘Birta á reikningi’ til að sýna þessa vöru (þóknun) á reikningnum eins og sýnt er í skjámyndinni hér að neðan.
Meðfylgjandi reikningur fyrir þetta dæmi er sýndur hér fyrir neðan.
Dæmi 2:
Dæmið hér að neðan sýnir hvernig á að nota UPPSKRIFT til að reikningsfæra vöru með þóknun er reiknuð út frá þyngd vörunnar.
Hér er verið að selja vöruna ‘Krukka’ fyrir 5000 kr.
Eins og í dæminu hér að ofan þá er þóknunin 200 kr., en að þessu sinni reiknast gjaldið af kílói. Í þessu dæmi vegur varan sem er seld 0,38 kg.
Varan og Uppskriftarvaran eru sett upp á sama hátt og sýnt er í dæmi 1 hér að ofan.
Þeim vörum sem eru í Uppskriftinni ætti síðan að safna saman. Fara skal í Birgðir/Vörur. Velja skal vöruna fyrir aðaluppskriftina og smella á hnappinn Uppskrift í tækjaslánni. Smella síðan á Inniheldur eins og sýnt er hér að neðan.
Næst er bætt við umbúðagjaldinu sem á að vera innifalin í Uppskriftinni. Fært er inn magnið, í þessu tilviki 0,38. Sölu-og kostnaðarupphæðir verða síðan reiknaðar í línunni. Til þess að sýna ‘þóknun’ og söluverð þess á reikningnum, skal haka í dálkareitina ‘Taka með söluverð’ og ‘Birta á reikningi’, eins og sýnt er í skjámyndinni hér að neðan.
ATH: Muna að færa inn aukastafi þegar varan er sett upp, annars verður aðeins hægt að færa inn heilar vörur.
Meðfylgjandi reikningur er sýndur í skjámyndinni hér að neðan.