Í Uniconta er hægt að rekja lotu- eða raðnúmer vöru sem er framleidd annað hvort í gegnum birgðabókina eða framleiðslukerfið.
Dæmið hér að neðan sýnir hvernig á að setja saman framleiðsluuppskrift í birgðabókinni, þar sem bæði aðalvaran og undirvörurnar innihalda lotunúmer.
Fara í Birgðir/Vörur til að stofna vörurnar sem á að nota
Hér að neðan er framleiðsluuppskrift aðalvörunnar.
Velja „Uppskrift/Inniheldur“ til að setja upp eða breyta uppskrift.
Athugið: Aðalvöruna ætti að setja upp þannig að kostnaðarverð sé samtala línanna í framleiðsluuppskriftinni.
Dæmið sýnir eftirfarandi:
- Innkaup á tveimur undirvörum með tilheyrandi lotunúmeri
- Innkaupapantanir
- Tenging lotunúmer
- Safna aðalvörunni í birgðabókinni með nýju lotunúmeri aðalvörunnar
- Bóka tilbúið í birgðabók
- Skrá viðkomandi framleiðslumagn
- Niðurbrot uppskriftar
- Setja lotunúmer á undirvörurnar
- Bóka færslubók
- Bóka tilbúið í birgðabók
Innkaupapantanir
Við kaupum vörurnar tvær inn á vöruhúsið í gegnum innkaupapöntun
Lotunúmer er stofnað fyrir vöruna með því að smella á hnappinn „Lotu-/raðnúmer“ og smellt á vista.
Það er gert fyrir báðar vörurnar þar sem báðar innihalda lotunúmer í dæminu.
Reikningsfærsla innkaupa
Keyptu vörurnar eru settar á vöruhúsið
Birgðabókin skráð tilbúin
10 stykki eru framleidd í gegnum birgðabókina.
Fara í Birgðir/Birgðabók
Hér er núverandi vara valin
Í birgðabókinni er mögulegt að niðurbrjóta uppskriftina til að skoða tilheyrandi vörur. Smellt er á „Niðurbrot uppskriftar“ fyrir þessa aðgerð.
Stofna verður lotu-/raðnúmerið undir Birgðir/Skýrslur/Lotu-/raðnúmerog velja það í reitnum „Lotu-/raðnúmer“ í færslubókinni.
Hér í yfirlitinu má sjá gömul, og stofna ný lotu-/raðnúmer
Eftir að hafa verið skráð tilbúið í færslubókinni verður framleiddu magni bætt við valið lotu-/raðnúmer
Framleiddu vörurnar 10 eru nú á lager og dregið hefur verið frá fjölda undirvaranna 01 og 02 sem notaðar voru til að framleiða aðalvörurnar 10.
Á tilbúnum framleiddum vörunum sýnum við nú færslur
Fara í Birgðir og velja núverandi vöru. Smellt er á „Færslur“ í tækjaslánni og birgðafærslurnar birtast fyrir vöruna. Valin er núverandi færsla og smellt á „Lotu-/raðnúmer“ til að sjá lotu-/raðnúmer hverrar færslu.
Ef skoða á lotu-/raðnúmer framleiðsluuppskriftarinnar þarf að endurvelja færslur vörunnar og af þessum lista er valin núverandi færsla og smellt á „Uppskriftarnotkun/Lotu-/raðnúmer“