‘Til ráðstöfunar’ sýnir birgðir allra vara sem hefur verið bókað á.
Fara í Birgðir/Skýrslur/Til ráðstöfunar
Þar á meðal er listi yfir birgðir fyrir hverja vöru sem hefur verið fært á.
Ef vörur vantar á listann er hægt að bæta þeim við með því að smella á hnappinn “Bæta við” í tækjaslánni eða með því að nota hnappinn F2.
Heiti reita | Lýsing |
Vara | Vörunúmer vörunnar |
Vöruheiti | Vöruheiti vörunnar |
Afbrigðisgerð | Sýnir hvaða afbrigði hafa birgðir til ráðstöfunar |
Vöruhús | Sýnir í hvaða vöruhúsi varan er staðsett |
Staðsetning | Sýnir staðsetningu vörunnar í vöruhúsinu |
Til ráðstöfunar | Sýnir tiltækt magn til sölu í birgðum |
Birgðastaða | Sýnir magn á birgðum |
Frátekið magn | Sýnir frátekið magn í sölupöntunum |
Magn í innkaupum | Sýnir pantað magn í innkaupapöntunum |
Lágmarksbirgðastig | Notað ef vöruhús/staðsetning þarf sitt eigið lágmarksbirgðastig Athugið: Ef óskað er eftir lágmarksbirgðastigi vörunnar er hægt að velja það í gegnum Snið/Tengdir reitir/InvItem/Lágmarksbirgðastig |
Hámarksbirgðastig | Notað ef vöruhús/staðsetning þarf sitt eigið hámarksbirgðastig Athugið: Ef óskað er eftir hámarksbirgðastigi vörunnar er hægt að velja það í gegnum Snið/Tengdir reitir/InvItem/Hámarksbirgðastig |
Birgðir einstakrar vöru
Einnig er hægt að sjá birgðir á einstökum vörum.
Farið er í Birgðir/Vörur og velja vöruna sem á að skoða og smellt á hnappinn ‘Til ráðstöfunar’.
Héðan er hægt að smella til að sjá pöntunarlínur og innkaupalínur þar sem varan er staðsett.
Lesa meira um reitina á vörunni hér…