Vöruhús og staðsetningar koma að góðu gagni þegar halda utan um staðssetningu birgða niður á birgðageymslur og hillur eða rekka. .
Hægt er að nota vöruhúsið utan staðsetningar. Ef vöruhús vantar er hægt að nýta staðsetningar á einstökum stöðum.
Hægt er að stofna allt að 30.000 vöruhús, þar sem hvert vöruhús getur haft allt að 30.000 staðsetningar.
Hvenær eru Vöruhús og Staðsetning notuð. Lesa meira hér. (ísl. hlekkur kemur síðar)
Vöruhús eru stofnuð og viðhaldið undir Birgðir/Viðhald/Vöruhús.
Uppsetning
Kveikja/Slökkva á aðgerð
Til þess að hægt sé að vinna með vöruhús og staðsetningu í Uniconta þarf að virkja aðgerðina með því að merkja við reitinn Vöruhús og m.a. reitinn Staðsetning undir Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga
Aðgerðirnar Vöruhús og Staðsetning eru hluti af kerfiseiningunni Vörustjórnun í Uniconta.
Færibreytur varðandi vörhús og staðsetning
- Fyrirtæki/Fyrirtækið mitt og reiturinn Endurreikna kostnaðarverð per vöruhús. Lestu meira um þetta hér.
- Fyrirtæki/Fyrirtækið mitt og reiturinn Endurreikna kostnaðarverð á vöruhús/staðsetningu. Lestu meira um þetta hér.
- Fyrirtæki/Viðhald/Valkostir og reiturinn Heimila neikvæða birgðastöðu. Lestu meira um þetta hér.
Lýsing á tækjaslá
Hnappur | Lýsing |
Bæta við vöruhús | Bætir nýju vöruhúsi við listann yfir vöruhús. |
Eyða vöruhús | Notað til að eyða vöruhúsi. Til athugunar: Aðeins er hægt að eyða vöruhúsum án færslna. |
Vista | Vistar allar breytingar |
Endurnýja | Eftir breytingu eða stofnun nýs vöruhús, skal smella á Endurnýja í tækjaslánni til að sjá nýtt vöruhús eða leiðréttingarnar. |
Staðsetningar | Ef þú vilt vinna með staðsetningar í vöruhúsi þínu er hægt að bæta þeim við með því að smella á þennan hnapp. Hakaðu við fyrsta vöruhúsið sem þú vilt stofna staðsetningar fyrir áður en þú velur hnappinn Staðsetningar. Það er ekki skilyrði að stofna staðsetningar, þú getur auðveldlega unnið með vöruhús án staðsetningar, en þú getur ekki unnið með staðsetningar án vöruhúss. Athugið! Ef þú getur ekki séð þennan hnapp getur það verið vegna þess að þú hefur ekki virkjað aðgerðina undir Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga með því að haka í boxið Staðsetning. |
Snið | Lesa meira undir Snið |
Sameina vöruhús | Hér er hægt að sameina tvö vöruhús. Veldu hnappinn og veldu hvaða tvö vöruhús á að sameina. Öllum færslum þar sem vöruhús er valið í efri reitnum á sameiningarmyndinni verður breytt í það vöruhús sem valið er í neðri reitnum og þá verður vöruhúsið sem valið er efst eytt. Keyra Endurreikna birgðir undir Birgðir/Viðhald eftir sameiningu. |
Sameina staðsetningar | Sama tegund aðgerða og sameining vöruhúsa. Athugið! Ef þú getur ekki séð þennan hnapp getur það verið vegna þess að þú hefur ekki virkjað aðgerðina undir Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga með því að haka í boxið Staðsetning. Veldu vöruhús og staðsetningu sem á að flytja frá og flytja til. Keyra Endurreikna birgðir eftir söfnun. |
Allir reitir | Hér er hægt að skoða alla reiti pr. vöruhús. |
Lýsing á reitum
Heiti reits | Lýsing |
Vöruhús | Stutt lýsing á vöruhúsinu (10 stafir) |
Heiti | Heiti vöruhúss (40 stafir) |
Röðun | Númer fyrir hvernig á að raða vöruhúsinu. Hægt að nota til að áætla leiðina sem á að fylgja til að safna vörunum í vöruhúsinu. |
Gerð vöruhúss | Gerð sem hægt er að velja til að skipta mismunandi gerðum vöruhúsa. Hefur engin áhrif á vöruhúsið. Mismunandi „Gerðir vöruhúsa“ hafa ekki áhrif á færslurnar í vöruhúsinu. Fyrirfram skilgreindar gerðir eru eingöngu notaðar til upplýsinga. |
Stofna vöruhús
- Veldu Birgðir/Viðhald/Vöruhús. Athugið! Ef þú getur ekki séð valmyndaratriðið Birgðir/Viðhald/Vöruhús getur það verið vegna þess að þú hefur ekki virkjað aðgerðina undir Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga með því að haka í reitinn Vöruhús.
- Smelltu á Bæta við vöruhús í tækjaslánni eða smelltu á F2 eða Ctrl+N til að bæta við nýju vöruhúsi.
- Fylltu að minnsta kosti út reitinn Vöruhús, en helst líka reitinn Heiti. Aðrir reitir eru valfrjálsir. Sjá lýsingu á reitunum hér að ofan.
Stofna staðsetningu
- Velja Birgðir/Viðhald/Vöruhús Athugið! Ef þú getur ekki séð valmyndaratriðið Birgðir/Viðhald/Vöruhús getur það verið vegna þess að þú hefur ekki virkjað aðgerðina undir Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga með því að haka í reitinn Vöruhús
- Settu bendilinn á vöruhúsið sem á að stofna staðsetningar fyrir
- Smella á Staðsetning í tækjaslánni. Athugið! Ef þú getur ekki séð þennan hnapp getur það verið vegna þess að þú hefur ekki virkjað aðgerðina undir Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga með því að haka í reitinn Staðsetning.
- Veldu hnappinn Bæta við staðsetningu í tækjaslánni og stofnaðu eins marga staðsetningar undir völdu vöruhúsi og þú þarft.
Tengja vöruhús og staðsetningu við vörur
Vöruhús og staðsetning er úthlutað vörunúmeri með því að fylla út reitina Vöruhús og Staðsetning á vörunni:
Fjarlægja notkun vöruhúss og/eða staðsetningu
Ef þú hefur stofnað vöruhús og/eða staðsetningu sem þú vilt ekki lengur nota, notaðu sameiningaraðgerðirnar til að sameina staðsetningarnar hver við aðra og klára sameiningu með „auðri“ staðsetningu. Sama er gert með vöruhús, ef það á einnig að fjarlægja það.
Ef þú hefur fjarlægt nokkur eða öll vöruhús og/eða staðsetningar á þennan hátt, þá verður þú að keyra Endurreikna birgðir undir Birgðir/Viðhald til að leiðrétta birgðirnar þínar þannig að þær séu nú sameinaðar án vöruhúss og/eða staðsetningar.
Ef þú hefur sameinað öll vöruhús og staðsetningar með auðu, þar sem þú vilt ekki lengur nota birgðastjórnun og staðsetningar, geturðu slökkt á aðgerðinni í kjölfarið undir Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga með því að fjarlægja hakið í boxunum Vöruhús og Staðsetning.