Vöruhús og staðsetningar koma að góðu gagni þegar halda þarf utan um staðssetningu birgða niður á birgðageymslur og hillur eða rekka.
Hægt er að nota vöruhúsið utan staðsetningar. Ef vöruhús vantar er hægt að nýta staðsetningar á einstökum stöðum.
Fara í Birgðir/Viðhald/Vöruhús
Valmynd vöruhúss
Lýsing á tækjaslá Vöruhúss
- Bæta við vöruhús
- Stofnar nýja birgðageymslu
- Eyða vöruhús
- Hægt er að eyða vöruhúsi.
- Til athugunar: Aðeins er hægt að eyða vöruhúsum sem eru án færslna.
- Vista
- Vistar allar breytingar
- Endurnýja
- Eftir breytingar eða stofnun á nýjum birgðageymslum þarf að endurnýja skjámyndina til að sjá breytingarnar
- Staðsetningar
- Stofnar staðsetningar undir valdri birgðageymslu/vöruhúsi
- Þetta er ekki nauðsynlegt að stofna, ef ekki er þörf á staðsetningu. Hægt er að jafna við vöruhús.
- Snið
- Lýsingu á Snið má finna undir Almennum aðgerðum
- Sameina vöruhús
- Hér er hægt að sameina tvö vöruhús.
- Sameina staðsetningar
- Hér er hægt að sameina tvær staðsetningar.
Bæta við vöruhús
Í tækjaslánni er smellt á “Bæta við vöruhús” eða Ctrl+N, til að bæta við nýju vöruhúsi
Heiti reita | Lýsing |
Vöruhús | Stutt lýsing á vöruhúsinu (10 stafir) |
Heiti | Heiti vöruhúss (40 stafir) |
Röðun | Númer fyrir hvernig á að raða vöruhúsinu. Hægt að nota til að áætla leiðina sem á að fylgja til að safna vörunum í vöruhúsinu. |
Gerð vöruhúss | Gerð sem hægt er að velja til að skipta mismunandi gerðum vöruhúsa. Hefur engin áhrif á vöruhúsið. |
Bæta við staðsetningu
Í vöruhúsinu er smellt á “Staðsetningar” og nú er hægt að stofna eins margar staðsetningar undir völdu vöruhúsi og þörf krefur.
Smella á “Bæta við staðsetning” í tækjaslánni til að bæta við nýrri staðsetningu
Vöruhús og staðsetning
Vöruhúsi og staðsetningu er úthlutað á vöruna, undir flokkur í vöruspjaldi viðkomandi vöru.
Velja Birgðir/Vörur
Velja Breyta á valinni vöru og úthluta vöruhúsi og staðsetningu úr fellilista.
Gerðir vöruhúsa
Mismunandi “Gerðir vöruhúsa” hafa ekki áhrif á færslurnar í vöruhúsinu.
Fyrirfram skilgreindar gerðir eru eingöngu notaðar til upplýsinga.
Sameina tvö vöruhús
Hér er hægt að sameina tvö vöruhús. Velja vöruhúsið sem á að afrita úr. Þessu vöruhúsi er eytt við sameiningu.
Velja vöruhúsið sem á að afrita í. Hægt er að velja autt. Þetta fjarlægir gildi í reitnum Vöruhús og þar með er ekki lengur geymslustaður á færslunum.
Sameina tvær staðsetningar
Hér er hægt að sameina tvær staðsetningar. Velja Vöruhúsið sem afrita á úr. Hér er hægt að sameina tvö vöruhús. Velja vöruhúsið sem á að afrita úr. Þessu vöruhúsi er eytt við sameiningu.
Velja vöruhúsið sem afrita á í og velja Staðsetningu sem afrita á í. Hægt er að velja autt. Þetta fjarlægir gildið í reitnum Staðsetning og hefur því ekki lengur Staðsetningu í færslunum.
Ekki er hægt að stilla Vöruhús sem Autt nema Staðsetningin sé einnig stillt sem Auð.