”Vörunafnaflokka er hægt að nota til að gefa vörum lengri nöfn.
Nöfn á öðrum tungumálum og til að selja og kaupa inn eftir vörunúmerum viðskiptavina og birgja.
Velja Birgðir/Viðhald/Vörunafnaflokkur
Hvað er notað í vörunafnaflokki
- Löng vöruheiti/lýsingar eru notuð á sölu- og innkaupaskjölum.
- Vörunúmer viðskiptavinar er notað á söluskjölum og vörunúmer lánardrottins er notað á innkaupaskjölum.
- Vöruheiti/lýsingar á öðru tungumáli eru bæði notuð á sölu- og innkaupaskjölum.
ATHUGIÐ: Vörunafnaflokkar eru aðeins notaðir í sjálfgefnum skýrslum (Útlit fyrir reikning eða sérstök skýrsla úr skýrslusmiðnum), ekki eigin skýrslur sem eru byggðar á skýrslusmiðnum.
Stofna Vörunafnaflokk
Velja Birgðir/Viðhald/Vörunafnaflokkur
Í tækjaslánni er smellt á ‘Bæta við færslu’ til að stofna einn eða fleiri vörunafnaflokk.
Vörunafnaflokkur samanstendur af Heiti og Tungumál. Nafnreiturinn getur innihaldið 30 stafi og Tungumál er valið af fellilista.
Smellt er á ‘Vista’ í tækjaslánni til að vista gögnin sem færð voru inn.
Til að nota vörur í vörunafnaflokkum verður að úthluta þeim á vörunafnaflokkinn. Það er gert með því að smella á ‘Línur’ í tækjaslánni.
Úthluta vörum á vörunafnaflokkinn
Velja vörunafnaflokkinn og smella á ‘Línur’, þá er hægt að úthluta vörunum sem á að nota í stofnaða vörunafnaflokknum.
Smella á ‘Bæta við færslu’ til að stofna línu
Velja vöru í fellivalmyndinni
Slá inn vörunúmer viðskiptavinar/lánardrottins ef það er til
Slá inn vörulýsingu (ef viðskiptavinur/lánardrottinn er með vörunafnaflokk valin birtist þessi lýsing á reikningum)
Lýsingin getur verið lengri vörulýsing, allt að 1.000 stafir, eða hún getur haft tungumálaþýðingu á vöru.
Halda áfram og smella á ‘Vista’ þegar skráningu er lokið
ATHUGIÐ: Ef mörg vöruheiti eru til að þýða eða hafa aðra lýsingu er hægt að flytja þau inn í Uniconta. Þjónustuaðilinn getur aðstoðað við þetta.
Úthluta vörunafnaflokki á viðskiptavin/lánardrottinn
Til að nota vörunafnaflokk verður að úthluta honum á viðskiptavin og/eða lánardrottinn. Hægt er að úthluta ‘Vörunafnaflokkur’ beint á viðskiptavin eða lánardrottinn, en einnig er hægt að tengja hann við viðskiptavinaflokkinn eða lánardrottnaflokkinn og síðast en ekki síst breytingar á innkaupa-/sölupöntuninni sjálfri.
ATHUGIÐ: Stigveldið þegar vörunafnaflokkurinn er notaður er sem hér segir: (lýst hér að neðan fyrir viðskiptavin, en á einnig við um lánardrottinn)
- Ef vörunafnaflokkur er valinn úr viðskiptavinaflokki er hann notaður á alla viðskiptavini sem tengdir eru þessum viðskiptavinaflokki þegar viðeigandi skjöl eru stofnuð (tilboð, pöntunarstaðfesting, fylgiseðill eða reikningur)
- Ef vörunafnaflokkur er valinn fyrir viðskiptavin er hann notaður á viðskiptavininn þegar viðeigandi skjöl eru stofnuð.
- Ef valið er vörunafnaflokk á viðskiptavin, þar sem vörunafnaflokki hefur einnig verið úthlutað á viðskiptavinaflokkinn, er notaður úthlutaður vörunafnaflokkur frá viðskiptavini, þegar viðeigandi skjöl eru stofnuð.
- Ef vörunafnaflokkur er valinn á sölupöntun til viðskiptavinar, þar sem vörunafnaflokki er einnig úthlutað á viðskiptavinaflokkinn, er vörunafnaflokkurinn sem valinn er á sölupöntuninni notaður þegar viðeigandi skjöl eru stofnuð.
- Ef vörunafnaflokkur er valinn á sölupöntun til viðskiptavinar, þar sem vörunafnaflokki er einnig úthlutað til viðskiptavinarins, er vörunafnaflokkurinn sem valinn er á sölupöntuninni notaður þegar viðeigandi skjöl eru stofnuð.
Hér að neðan er dæmi um úthlutun til viðskiptavinar. Úthlutun til lánardrottins er gerð á sama hátt, undir lánardrottni.
- Velja Viðskiptavinur/Viðskiptavinur
- Velja viðkomanid viðskiptavin og smella á ‘Breyta’ tækjaslánni,
- Í reitnum ‘Vörunafnaflokkur’ er valinn sá vörunafnaflokkur sem þessi viðskiptavinur á að vera úthlutað.
- Smella á ‘Vista’ í tækjaslánni
Forskoðun á reikningi
Reikningurinn fyrir viðkomandi viðskiptavin sýnir nú pantaðar vörur með vörunafnaflokknum.