Fara skal í Lánardrottnar/Skýrslur/Færslur. Í færslum er hægt að sjá yfirlit yfir allar bókaðar færslur lánardrottna.
Tækjaslá í Færslum
Heiti | Lýsing |
Jafnanir: | Veitir möguleika til að jafna færslur (t.d. greiðslu á móti reikning) eða enduropna þær jafnanir sem hafa verið gerðar. |
Stafrænt fylgiskjal | Opnar glugga með stafrænu fylgiskjali ef fylgiskjal hefur verið hengt við færslu. |
Endurnýja | Uppfærir allar færslur og breytingar |
Sía | Nota skal fellivalmyndina til að velja það sem á að sía og raða eftir. Lýst í almennum aðgerðum |
Hreinsa síu | Núllstillir síuna. |
Snið | Möguleiki er á að vista, eyða, breyta eða sækja vistuð snið. Lesa meira hér. |
Færslur fylgiskjals | Sýnir allar færslur sem tilheyra viðkomandi bókun. |
Bókað af | Sýnir hvaða notandi hefur bókað færsluna og með hvaða færslunúmeri. |
Reikningur | Fer yfir í innkaupareikninga, þaðan sem t.d. er hægt að búa til nýja innkaupapöntun sem afrit, bæði með/án viðsnúnu formerki. |
Reikningslínur | Fer í reikningslínurnar ef staðsett er í færslu með reikningsgerðina Reikningur eða Kreditreikningur |
Allir reitir | Sýnir alla reiti núverandi færslu í núverandi töflu. |
Valdir reitir í færslum
Heiti reits | Lýsing |
Reikningur | Athuga að það eru tveir reitir sem heita Reikningur undir færslum lánardrottna. Þetta er vegna þess að sameiginlegar tölur og stafir voru upphaflega ekki mögulegir í reitnum Reikningsnúmer á innkaupareikningi, en það er nú mögulegt. Ef slegið er „ab123“ sem reikningsnúmer í tengslum við bókun á innkaupareikningi, þá mun einn Reikningsreitur innihalda „ab123“ og hinn Reikningsreituinnr verður fylltur út sjálfkrafa með „123“. Sjá dæmi á myndinni hér að ofan. Fyrir fjárhags-, birgða- og verkbókanir höfum við aðeins tölureiti sem inniheldur ekki stafi. Svo að það verða 123 í dæminu hér að ofan. |