Upp koma tilfelli þar sem að pantanir vegna innkaupa liggja ekki fyrir í kerfinu Eins og sala, geta innkaup átt sér stað “yfir borðið*.
Í þessum tilfellum þarft þú ekki að stofna innkaupapöntun til að geta bókað innkaupareikning. Hægt er að fara í Innkaupareikning og bókað á birgðir með skjótum og skilvirkum hætti.
Ef ekki er haldið utan um birgðir má bóka innkaupareikninginn í gegnum dagbók og þannig fengið sömu virkni (tölfræði, greiðsluyfirlit, greiðsluskrá o.s.frv.) Ef um vörur er að ræða er hægt að nota flýtireikning lánardrottins sem flýtileið til að setja vörur á lager sem ekki hafa verið pantaðar með innkaupapöntun.
Innkaupareikningur er flýtileið og því er ekki hægt að geyma þær upplýsingar sem þú slærð inn og bóka síðar. Klára þarf ferlið í einni lotu.
Ef þú lokar flýtireikningi áður en þú bókar hann eyðast öll innslegin gögnin
Að stofna Innkaupareikning (flýtileið)
- Fara skal í Lánardrottinn/Innkaupareikningur og færa skal inn lánardrottinn í reitinn ‘Lykill’ í haus pöntunarinnar. Ef lánardrottinn er ekki á skrá þarf að stofna lánardrottinn (flýtileið: plúsmerkið efst til vinstri á skjánum og Stofna Lánardrottinn) eða velja Lánardrottinn/Lánardrottinn og Bæta við til að stofna.
- Hægt er að fara í innkaupalínur og slá inn innkaupin.
- Valmöguleikarnir Afhendingarstaður, Tilvísun, Pantanir og Víddir eru samandregnir. Smella á fyrirsögnina til að opna og slá inn gögn ef bæta á við upplýsingum fyrir lánardrottinn.
- Ef ekki eru færðar inn viðbótarupplýsingar notar kerfið grunnupplýsingar lánardrottins, t.d. greiðsluskilmála þannig að hægt sé að áætla greiðslur.
- Í reitnum Upphæð efst á skjánum er hægt að sjá samtölu reikningsins að undanskildum VSK.
Þegar þú hefur slegið allar upplýsingar inn er getur þú stofnað reikning og þar er sett inn bókunardagssetningu og reikningsnúmer lánardrottins. Sniðugt er að keyra hermun og tryggja að allar upplýsingar hafi verið færðar rétt inn.
Herma innkaupareikning
Til að tryggja að slegið hafi verið inn rétt vörunúmer og verð er hægt að herma innkaupareikning fyrir bókun.
- Smellt er á Stofna reikning efst á skjánum og hakað í reitinn Hermun. Hakað er í reitinn Hermun.
- Fyrir lánardrottin er hægt að nota bæði tölur og bókstafi í reikningsnúmer. Lesa meira hér.
- Smella á hnappinn Stofna til að keyra hermun og sjá reikningstillögu. Fara skal yfir reikningstillöguna og stemma af við reikninginn frá lánardrottni. Þú getur alltaf bakkað, leiðrétt og hermt nýjan reikning.
Bóka reikning
Þegar að Innkaupareikningur stemmir við reikning lánardrottins er hægt að bóka reikninginn. Núna er sleppt hakinu í Hermun og slegið er inn dagssetningu og númer reiknings.
Skoða reikninga og vörur
Í Lánardrottnum getur þú skoðað reikninginn:
- Undir Lánardrottinn er smellt á hnappinn Færslur eða Reikningar í tækjaslánni
- Undir Lánardrottnar/Skýrslur er valið Færslur eða Reikningar.
Í Birgðum er hægt að skoða birgðafærslur:
- Undir Vörur með því að smella á hnappinn Færslur eða hnappinn Birgðastaða í tækjaslánni.
- Undir Birgðir/Skýrslur er valið Færslur eða Birgðastaða.
Lesa inn rafræna/EAN reikninga
Lesa inn rafræna reikninga
- Lesa meira hér