Greiðslur finnur þú undir Lánadrottinn/Skýrslur/Greiðslur
Hér lýsing á dálkum.
Dálkur | Les/Skrifa | Lýsing | Skýring |
Lykilnúmer | L | Númer lánardrottins | |
Heiti lykils | L | Heiti lánardrottins | |
Dagssetning | L | Bókunardagssetning lánardrottnareiknings | |
Gjalddagi | L | Gjalddagi reiknings | |
Greiðsludagur | S | Greiðsludagur | Greiðsludagur er sá dagur sem þú vilt greiða reikninginn með millifærslu af bankareikningi þínum. Gjalddagi er sjálfgefinn en ef gjalddagi er liðinn er dagurinn í dag sjálfgefinn. |
Texti | L | Færslutexti | Birtist ekki í greiðsluskrá |
Reikningur | L | Númer reiknings | |
Upphæð reiknings | L | Reikningsfjárhæð | |
Eftirstöðvar | L | Fjárhæð eftirstöðva | |
Upphæð greiðslu | S | Fjárhæð greiðslu | Upphæð reiknings er sjálfgefin en hér má slá inn nýtt gildi |
Færslugerð | L | Færslugerð | |
Athugasemd | S | Innri athugasemd | Upplýsingar í þessum dálki eru eingöngu til notkunar innan fyrirtækis og birtast ekki í greiðsluskrá. |
Skilaboð | S | Skilaboð til móttakanda | Texti í þessum reit birtist í greiðsluskrá. |
System info | L | Kerfisupplýsingar | Í þessum dálki eru niðurstöður Villuleitar skráðar. Ef greiðslan er villulaus birtist ’Ok’. Staðan ’Greitt’ þegar greiðslan hefur verið vistuð í greiðsluskrá. Þessar upplýsingar eru aðeins aðgengilegar meðan skjámyndin er opin (vistast ekki).. |
Greiðslusnið | S | Skráarform fyrir greiðsluhátt | Merking greiðsluháttar fyrir greiðslulínu. |
Fylgiskjal | L | Fylgiskjalsnúmer | |
Bið | L | Bið | Ef hakað er í ’Bið’ færist greiðslan hvorki í greiðsluskrá né dagbók. |
Greitt | L | Greitt – færslan hefur verið lesin í greiðsluskrá | Hér getur þú haldið utan um hvað greiðslur hafa verið sendar í banka með því að haka í reitinn. Greiðslulína vistast ekki í greiðsluskrá ef hak er í reitnum. Hægt er að fjarlægja hak ef lesa á greiðsluna út aftur. |
Stafrænt fylgiskjal | L | Stafrænt fylgiskjal (viðhengi) | Gefur til kynna hvort stafrænt fylgiskjal tengist færslunni. |
Greiðsluskilmáli | S | Greiðsluskilmáli | |
Greiðsluháttur | S | ||
Greiðslufyrirmæli | S | Kenni greiðslu | |
SWIFT | S | SWIFT-kóði |
Afmörkun á greiðslum
Hægt er að velja greiðslur eftir Gjalddaga í afmörkuninni hér að neðan. Hægt er að afmarka nánar í næsta skrefi.
Í töflunni má nota dálkasíur til nánari afmörkunar. Eingöngu færslur sem birtast á skjánum vistast í greiðsluskrá.
Nota má athugasemdadálkinn til að merkja færslur til afmörkunar.
Villuleita greiðslur
Smelltu á ’Villuleita’ til að villuleita áður en þú stofnar greiðsluskrá. Villuleit á sér stað áður en greiðsluskrá er útbúin og því ekki nauðsynlegt að villuleita.
Þær línur sem ekki innihalda villur fá merkinguna ‘Ok’ í System Info. Smelltu næst á vista.
Stofna greiðsluskrá
Smelltu á hnappinn ‘Stofna greiðsluskrá’ og þá birtist valmynd þar sem þú velur skráarsnið og vistar skránna á tölvuna þína.
Dálkurinn ’System Info’ uppfærist nú og sýnir ’Greitt’ í öllum línum sem hafa verið lesnar í greiðsluskrá.
Ef þú vilt bóka greiðslurnar strax smellut þú á ‘Flytja á dagbók’. Þá birtist valmynd þar sem við getum valið dagbók og fjárhagslykil bankareiknings. Önnur leið er að haka handvirkt í dálkinn greitt til að halda utan um hvaða greiðslulínur hafa verið færðar í greiðsluskrá.
Við bókun jafnast greiðslur sjálfkrafa á móti reikningum.