Yfirlit innkaupapöntunar
Hér er hægt að stofna innkaupapöntun, innkaupabeiðnir, fylgiseðla og reikninga.
Til að nota innkaupapöntun verður að virkja eiginleikann í „Val kerfiseininga“.
Setja verður vörurnar upp í birgðum áður en innkaup eiga sér stað svo þær eru uppfærðar í birgðum.
Tækjaslá innkaupapöntunar
Lýsing á hnöppum í tækjaslá innkaupapöntunar.
- Stofna innkaupapöntun
- Bætir við nýrri Innkaupapöntun með lykli, tilvísun, pöntun, afhendingarstað, víddum og reikningi
- Breyta
- Breytir innkaupapöntun sem þegar hefur verið stofnuð
- Endurnýja
- Uppfærir allar upplýsingar og leiðréttingar.
- Sía
- Nota fellilistann til að haka við það sem á að sía og raða eftir
- Stafrænt fylgiskjal
- Sýna, hengja við, flytja inn eða fjarlægja stafræn fylgiskjöl til/frá færslu. Til að sjá hvort viðhengi er tengt við innkaupapöntun er hægt að bæta við reitnum ‘Tilv. í stafrænt fylgiskjal’ í Snið/Tengdir reitir. Version-86 Skrár sem dregnar eru inn í Uniconta í gegnum ‘Draga og Droppa’ hér eru bæði tengdar við innkaupin og geymdar í ‘Stafræn Fylgiskjöl (Innhólf)’.
- Snið
- Möguleiki er á að vista, eyða, breyta eða sækja vistuð snið. Hægt er að sjá lýsingu á því undir Almennar aðgerðir
- Innkaupalínur
- Stofna innkaupalínur með vörunúmeri, stærðum, lit, texta, verði o.s.frv.
- Uppfæra skjal. Svo sem.:
- Innkaupabeiðni
- Innkaupapöntun
- Innkaupaseðill
- Reikning.
Ef valið er Innkaupabeiðni, Innkaupapöntun, Innkaupaseðil þá er hægt að velja á skjámyndinni hvort eigi að „Uppfæra Birgðir’.
Ef þetta er valið eru birgðir uppfærðar og við pöntunarstaðfestingu eru viðkomandi birgðir fráteknar.
- Innkaupabeiðni
- Stofna innkaupabeiðni byggða á innkaupalínunum
- Tengiliðir
- Hægt er að bæta við tengiliðum hér
- Viðhengi
- Möguleiki að hengja athugasemd eða skjal við innkaupapöntunina. ATH! Eins og er, er ekki búið að þróa virknina til að senda viðhengi með innkaupapöntun. Eins og er, eru viðhengi ekki vistuð með innkaupapöntun eða innkaupareikningi.
- Til að fjarlægja viðhengi skal smella á ‘Eyða’. Ef viðhengi er fjarlægt hverfur myndatáknið ekki fyrr en netþjónninn er uppfærður en viðhengið hefur verið fjarlægt.
- Afrita innkaupa-/sölupantanir
- Stofna pöntun með því að afrita eldri pöntun eða ‘snúa formerki’ og þannig snúa kreditreikningi í innkaupapöntun.
- Tilvísun milli innkaupa- og sölupöntunar. Tilvísunin milli innkaupa- og sölupöntunar er vistuð þegar pöntun er stofnuð frá annarri pöntun. Tenginguna er einnig hægt að gera beint úr pöntunarspjaldinu.
- Lesa inn rafræna reikninga
- Innkaupagjöld
- Lesa meira.
Haus innkaupapöntunar
Lyklar
[+] hnappurinn er notaður til að stofna nýjan lánardrottinn beint.
Heiti lykils er sjálfkrafa fyllt út á grundvelli valins lánardrottins.
Hægt er að velja tengilið hér sem stofnaður er á lánardrottinn.
Tilvísun
Tilvísun yðar er fyllt út með tilvísun birgja
Tilvísun okkar er fyllt út með eigin tilvísun
Ef notað er innkaupabeiðni er hægt að fylla út númer hennar hér
Sölupöntun, ef innkaupapöntun hefur verið stofnuð út frá sölupöntun, verður sölupöntunarnúmerið skráð hér. Hægt er að fylla þetta út sjálfur ef innkaupin hafa verið stofnuð handvirkt.
Hægt er að fylla út tollnúmer hér.
Athugasemd, hér er athugasemd við innkaupin sem hægt er að birta á innkaupapöntuninni.
Pantanir
Flokkur, lesa meira um Innkaupapantanaflokka hér…
Innkaupanúmer, ef það er notað, er hægt að færa það inn hér.
Afhendingardagur, hægt er að velja afhendingardag hér þannig að vitað sé hvenær búist er við að fá vörurnar afhentar.
Fastur afsláttar%, ef fastur afsláttur er veittur er hægt að færa hann inn hér.
Greiðsla, greiðsluskilmála er hægt að velja hér. Lesa meira um greiðsluskilmála hér…
Gjalddagi, ef nota á fasta dagsetningu á gjalddaga, í stað greiðsluskilmála er hægt að velja dagsetningu hér.
Sending, lesa meira um sendingar hér …
Afhendingarskilmálar, lesa meira um afhendingarskilmála hér…
Starfsmaður, velja skal þann starfsmann sem fer með umsjá innkaupanna. Lesa meira um starfsmenn hér…
Jöfnun, greiðslan er bókuð, hægt er að færa inn fylgiskjalsnúmerið og kerfið jafnar sjálfkrafa við reikningsfærslu.
Fastur texti, það er hægt að velja fastan texta, lesa meira hér…
Gjaldmiðilskóði, hægt er að velja gjaldmiðilskóða í innkaupapöntuninni. Ef þetta er valið hnekkir það gjaldmiðilskóðanum á lánardrottnaspjaldinu.
Gengi, það er mögulegt að færa inn núverandi gengi innkaupanna. Ef þetta er fyllt út hnekkir það genginu úr gengisuppsetningum. Lesa meira hér…
Eyða pöntun eftir reikningsfærslu, ef á að nota pöntunina aftur þarf að fjarlægja „hakið“ í reitnum.
Eyða línum eftir reikningsfærslu, ef ekki á að eyða pöntunarlínunum þarf fjarlægja „hakið“ í reitnum .
Afhendingarstaður
Afhendingarreitirnir eru fylltir út frá lánardrottnaspjaldinu. Ef óskað er eftir öðru afhendingaraðsetri er hægt að skrifa yfir það sem er í pöntunarhausnum og mun það gilda fyrir þessa pöntun.
Innkaupabeiðni prentuð er sjálfkrafa fyllt út ef beiðni er prentuð.
Prenta tiltektarlista, fylltur út sjálfkrafa ef tiltektarlisti er prentaður.
Víddir
Hér eru sýndar víddirnar sem hafa verið tengdar fyrirtækinu. Lesa meira hér…
Reikningur
Reikningsdags, gerir kleift að færa inn reikningsdagsetninguna.
Númer reiknings, fylla verður út reikningsnúmer áður en hægt er að reikningsfæra pöntunina. Hægt er að bíða með að fylla þetta út þar til pöntunin er reikningsfærð. Uniconta hefur tvo reiti fyrir reikningsnúmer. Reiti eingöngu fyrir tölur og bland af tölum og bókstöfum. Þess vegna eru 2 svæði fyrir reikningsnúmer í lánardrottnafærslum og reikningshaus lánardrottins, Í fjárhag, birgðum og verkfærslum eru aðeins númerareitir.
Upphæð reiknings, hægt er að færa inn endanlega reikningsupphæð fyrir reikninginn. Innslegin VSK fjárhæð, ef einhver er.
Ef VSK-upphæð er færð inn er hægt að færa inn sjálfa VSK-upphæðina ef hún er önnur en venjulega.
Greiðsluháttur, lesa meira um greiðslu lánardrottins hér…(ísl.hlekkur kemur síðar)
Greiðslufyrirmælakóði, lesa meira um greiðslufyrirmælakóða hér…(ísl.hlekkur kemur síðar)
Dags. staðgreiðsluafsláttar
Staðgreiðsluafsláttur (Upphæð)
Gjaldalykill, ef nota á annan gjaldalykil en þann sem tilgreindur er í uppsetningu lánardrottins, er hægt að velja hann hér.
Reikningslykill, ef núverandi lánardrottinn er ekki sá sem reikningurinn kemur frá, er hægt er að velja annan lánardrottinn hér þar sem jafna á reikninginn á móti.
Verðlisti, ef nota á verðlista lánardrottins, er hægt að velja hann hér. Lesa meira um verðlista birgja hér…
Samþykkjandi, hér er hægt að velja starfsmann til að samþykkja pöntunina. Haka þarf í „Samþykkja innkaupapantanir“ undir Fyrirtæki/Viðhald/Valkostir til að virkja „Samþykkjanda“ í innkaupapöntunarspjaldinu. Lesa meira hér.
Snið flokkar, ef valið er snið flokka hér, er það notað til að senda pöntunina. Ef þetta er valið áður er notað það sem er á lánardrottninum. Ef ekki er valið á lánardrottnaspjaldinu er notað sjálfgefið Snið flokka. Lesa meira um Snið Flokka hér…
Samþykkt, ef pöntunin er samþykkt er hægt að haka í þennan reit.
Innkaupalínur
Innkaupalínurnar innhalda þær vörur sem á að kaupa inn á vöruhúsið.
Tækjaslá innkaupalína
- Bæta við færslu
- Bætir við nýrri línu þaðan sem hægt er að velja nýja vöru á línuna. Hægt er að byrja að slá inn vöruheiti eða vörunúmer í reitinn „Vara“ og þá birtist listi yfir svipuð vörunúmer eða vöruheiti. Athuga: Haka verður við „Leit í dálkum“ til að virkja þennan eiginleika í „Mínar stillingar“ í prófílnum þínum. (ísl.hlekkur kemur síðar)
- Bæta við vörur
- Afrita færslu
- Afritar valda færslu í línuna fyrir neðan
- Eyða færslu
- Eyðir valinni færslu
- Vista
- Vistar línurnar og heldur síðunni opinni.
- Sniðmátar
- Snið
- Stofna reikning
- Stofnar reikninginn fyrir þessa pöntun. Útgáfa-86 Einnig er möguleiki á að velja aðrar pantanir sem eiga að vera á reikningnum undir ‘Viðbótarpantanir’. Aðeins pantanir frá sama lánardrottni eru birtar. Ekki er hægt að sameina pantanir með mismunandi gjaldmiðlakóða.
- Til ráðstöfunar
- Sýnir birgðastöðu fyrir valda vöru
- Lotu-/raðnúmer
- Notað við tengingu á rað- og lotunúmerum
- Vörutilvísun
- Sýnir birgðafærslur fyrir valda vöru og valmöguleikana að birta pantana-,tilboðs-,innkaupa- og framleiðslulínur
- Merking
- Hægt er að sjá merkinguna á ‘Pöntunarlínur’ eða ‘Birgðafærslur’ eða ‘Merkja birgðafærslur’ með því að nota hnappinn ‘Merking’.
- Setja inn millisamtölu
- Hægt að setja inn millisamtölu fyrir neðan línuna sem verið er í
- Hægt er að eyða þessarri línu, ef ekki er þörf á henni lengur, með því að eyða línunni.
- Allir reitir
- Stilla saman
- Hnappurinn „Stilla saman“ er notaður með skjámyndinni innkaupapantanir til að birta innkaupapantanir og innkaupapöntunarlínur í samstillingu hvor við aðra.
Notkun tilvísunarnúmera. Lesa meira. (ísl.hlekkur kemur síðar)
Afsláttur í innkaupalínunum
Tveir valkostir eru í boði til að fá afslátt í innkaupalínunum:
- Afsláttarprósenta
- Afsláttur
Afsláttarprósenta gerir kleift að bæta við afslætti sem prósentu.
Afsláttur gerir kleift að bæta afsláttarupphæð við línuna.
Hægt er að nota báða afsláttarvalkosti á sama tíma.
Hægt er að stofna lykil og mótlykil í lánardrottnaflokknum til að bóka afslætti sem eru gefnir í tengslum við reikningsfærslu. Lesa meira hér.