Innkaupagjöld eða aðflutningsgjöld eru notuð til að bóka frakt og tolla sem oft er móttekin eftir að reikningur er bókaður.
Til að nota innkaupagjöldin þarf fyrst að stofna innkaupagjaldagerðir og síðan er hægt að nota gjöldin á innkaupapöntuninni eða bókaðan innkaupareikning.
Lesa meira hér um hvernig á að nota gjöldin. (Hlekkur kemur inn síðar)
Stofna skal Innkaupagjaldagerð fyrst, með því að fara í Lánardrottinn/Viðhald/Uppsetning innkaupagjalda.
Smella á F2 eða ‘Bæta við færslu’ til að stofna nýja innkaupagjaldagerð.
Heiti reita | Lýsing |
Kóði: | Kóði sem getur borið kennsl á gjaldið. |
Heiti: | Heiti á stofnaða gjaldinu. |
Lykill: | Velja hvaða lykil upphæðin á að vera bókuð á. |
Heiti lykils: | Fyllir út sjálfkrafa út frá völdum lykli. |
Prósenta/Upphæð: | Velja hvort dreifa eigi gjaldinu sem prósentu eða fastri upphæð. |
Upphæð: | Upphæðin, annað hvort sem prósenta eða valinn gjaldmiðill |
Gjaldmiðilskóði: | Ef gjaldmiðillinn er annar en gjaldmiðill fyrirtækisins verður að velja gjaldmiðilskóða hér. Ef enginn gjaldmiðilskóði er valinn er notaður sá gjaldmiðill fyrirtækisins sem kemur fram í fyrirtækjaupplýsingunum. |
Bókar á lánardrottinn: | Ef innkaupagjaldið er bókað á lánardrottinn er gátmerki sett hér . |
Athugasemdir við innkaupagjaldið:
- Þjónusta hefur ekki áhrif á dreifingu gjaldsins
- Ekki er hægt að reikna vsk á gjaldið.
- Ef reikna á vsk á frakt þarf að bóka fraktina sem þjónustu og endurbóka fraktina á gjöldin.