Skýrslan birtir allar opnar færslur tímabils.
Tækjaslá í Opnum færslum
Lýsing aðgerða
- Breyta
- Hér er hægt að breyta upplýsingum um t.d. gjalddaga, greiðslu, athugasemd osfrv.
- Stafrænt fylgiskjal
- Opnar glugga með stafrænu fylgiskjali ef fylgiskjal hefur verið hengt við færslu.
- Endurnýja
- Uppfærir allar færslur og breytingar
- Snið
- Möguleiki er á að vista, eyða, breyta eða sækja vistuð snið. Lýsingu á því er að finna undir Almennum aðgerðum
- Færslur fylgiskjals
- Sýnir allar færslur sem tilheyra viðkomandi bókun.
Opnar Færslur
Í dæminu hér að neðan höfum við opna færslu lánardrottinss með reikningsnúmeri, höfuðstól og hvað er tengt honum, svo og greiðsluskilmála.
Ef á að leiðrétta upplýsingar skal smella á Breyta og birtist þá ný skjámynd.
Hér er síðan hægt að breyta þeim upplýsingum sem birtast.