Yfirlit yfir hvernig hægt er að skrá lánardrottnareikninga í Uniconta.
Stafræn fylgiskjöl
Þegar reikningar eru færðir inn í stafræn fylgiskjöl (Innhólf), má velja greiðsluhátt lánardrottins.
Þá er hægt að flytja reikningana í dagbók.
Greiðsluaðferð lánardrottins breytist sjálfkrafa eftir merkingum í lánardrottnaspjaldi.
Millifærsla RB
Greiðsluháttur er ’Millifærsla RB’. Greiðslukenni er autt, þar sem bankaupplýsingar eru sóttar beint frá lánardrottni í tengslum við greiðsluna. Upplýsingar um lánardrottinn er alltaf hægt að yfirskrifa með því að skrifa annað reikningsnúmer í reitinn Greiðslukenni.
Bankaupplýsingar frá lánardrottni sjást hér fyrir neðan.
IBAN
Greiðsluháttur er IBAN Greiðslukenni er autt, IBAN-númer og SWIFT-númer er sótt beint frá lánardrottni í tengslum við greiðsluna.
Greiðslukenni úr OCR-línunni er sett inn í reitinn Greiðslukenni undir Stafræn fylgiskjöl.
Bankaupplýsingar frá lánardrottni sjást hér fyrir neðan.
Krafa
Ef lánardrottinn stofnar kröfu í banka merkist færslan Krafa og þú greiðir í gegnum þinn netbanka.
Dagbók
Einnig er hægt að færa reikningana beint inn í dagbókina, eins og sýnt er hér að neðan, eða vera yfirfærðir frá Stafræn fylgiskjöl yfir í dagbókina.
Í dagbókinni er hægt að setja inn reitina SWIFT og Greiðslusnið og ef þetta er fyllt út í dagbókinni þá verða opnu lánardrottnafærslurnar vistaðar með þeim gildum sem tilgreind eru í dagbókinni. Ef þessir reitir eru ekki fylltir út í dagbókinni eru opnu lánardrottnafærslurnar vistaðar með þeim gildum sem tilgreind eru á lánardrottni í lánardrottnaspjaldinu í staðinn.