Leit í Uniconta
Það er einfalt og fljótlegt að leita í Uniconta. Leitarreitirnir eru efst í hægra horninu í þeim skjámyndum sem bjóða upp á leit.
Leitarskilyrði
Það er hægt að nota ýmis leitarskilyrði til að fá nákvæmari niðurstöður úr leit.
Merki | Leitartexti | Niðurstaða |
Sala | Finnur og birtir allar færslur sem innihalda orðið Sala | |
Sala Vörur | Þegar bil er á milli leitarorða finnur og birtir leitin allar færslur sem innihalda annað hvort leitarorðið | |
+ | Sala +Vörur | Þegar + er á milli leitarorða finnur og birtir leitin allar færslur sem innihalda bæði leitarorðin |
– | Sala +Vörur-Deild | Þegar – er á milli leitarorða finnur og birtir leitin allar færslur sem innihalda leitarorðin án orðsins sem merkt er – |
„ | „Salg af varer“ | Þegar „“ eru utan um leitarorð finnur og birtir leitin alla færslur sem innihalda orðasambandið innan gæsalappana |
Leitað eftir lykilgildum
Í ákveðnum valmyndum er hægt að leita eftir lykilgildum eins og vörunúmeri eða númeri viðskiptavinar. Þetta hentar vel ef þú ert t.d. með 100.000 vörunúmer en þá getur frjáls textaleit tekið smátíma.