Hér er yfirlit yfir öll fyrirtæki sem Univisor aðgangurinn er tengdur, undir Fyrirtæki / Fyrirtækið mitt. Lesa meira.
Fyrirtæki sem aðeins útvaldir Univisor notendur hafa aðgang að sjást EKKI á listanum. Hér sjást almennir Univisor notendur.
Lýsing á hnöppum í tækjaslá
Í tækjaslánni eru almennir hnappar sem koma fyrir í næstum öllum tækjaslám (“Sía“, “Hreinsa síu” og “Snið“). Sömuleiðis eru hnappar sem eru einstakir fyrir þá valmynd sem maður er í.
“Eyða fyrirtæki“, eyðir því fyrirtæki sem er valið
„Afturkalla eyðingu„, ef á að afturkalla eyðingu fyrirtækis.
„Aðgangsstjórnun„, farið er beint í nýja skjámynd (Fyrirtæki/Aðgangsstjórnun/Aðgangsstýring notenda) þar er listi yfir alla notendur fyrirtækis og þeirra réttindi. Hér er hægt að:
- “Bæta við notanda“, “eyða notanda“, og fá aðgang að réttindum fyrir mismunandi notendur.
- „Endurnýja“ er notað til að uppfæra skjámyndina eftir breytingar.
- „Owner of“, hér er hægt að sjá lista yfir fyrirtæki sem núverandi notandi er eigandi að eða stjórnandi.
- „User of“, hér er hægt að sjá lista yfir fyrirtæki sem maður sjálfur er notandi að
- Þú getur opnað „Aðgangsheimildir notenda“ á hverjum notanda og valið á milli „Enginn aðgangur„, „Lesaðgangur„, „Skrifaðgangur“ og „Fullt“ fyrir hin ýmsu notendaverk.
- „Breyta eiganda“ hér er hægt að breyta eiganda fjárhags/fyrirtækis..
- „Allir reitir“ birtir alla reiti notandans sem verið er í.
„Viðhengi“ hér getur þú skoðað og hengt skrár við.
„Fara í fyrirtæki“ hér er farið beint í fjárhag fyrirtækisins.
„Opna nýjan biðlara“opnar nýjan Uniconta-glugga.
„Fara í eigandi“ hér er farið beint í eiganda fyrirtækisins.