Öllum skýrslum og skjámyndum er hægt að breyta og aðlaga fyrir útprentun m.a.:
- Færa dálka
- Fjarlægja/bæta við dálkumr
- Aðlaga breidd dálka
- Raða
- Sía og leita
Þannig getur þú með skjótum og einföldum hætti aðlagað innihaldið og útlitið áður en þú flytur út á skrá.
Þannig ertu hvorki bundinn af fyrirframhönnuðu formi skýrslu né þarft að kaupa ráðgjöf til að setja upp sérhannaðar skýrslur. Þú getur auðveldlega aðlagað innihald og útlit skýrslunnar.
Dæmi
Prenta út bókhaldslykil: Farðu í bókhaldslykil (Fjárhagur/Bókhaldslykill) og smelltu Prentun í tækjaslánni efst til hægri á skjánum.
Þá opnast forskoðun af útprentun.
Til að prenta smellir þú á Print hnappinn í tækjaslánni.
Þá opnast yfirlit yfir þá prentara sem tölvan þín þekkir. Veldu þann prentara sem hentar og smelltu á OK til að prenta.
Síðuuppsetning
Ef þú smellir á hnappinn Page Setup getur þú breytt formi prentunar.
Skjalið má einnig vista og senda með tölvupósti í einu af þeim fjölmörgu skráarformum sem hægt er að velja um. Efst til hægri í Forskoðunar-glugganum eru Export og Send hnappar. Aðgerðum þeirra er lýst í sérstökum köflum.