Reiknaða reiti má finna undir Verkfæri/Reiknaðir reitir
Reiknaður reitur, ólíkt notuðum reitum, er reitur sem er búinn til og geymdur í fyrirtækinu.
Þetta er reitur sem samanstendur af gögnum úr öðrum reit sem er valið, eða útreikning, sem notandi skilgreinir sjálfur.
Ath:
Ekki er hægt að sækja reiknaða reiti úr skýrsluhönnuði. Skýrsluhönnuður stofnar nýjan reiknaðan reiti (reiknað svæði)
Reiturinn er settur upp í undirliggjandi töflu eins og DebtorClient (Viðskiptavinir ).
Tækjaslá í Reiknuðum reitum
Lýsing aðgerða
- Bæta við reitur
- Bætir við/stofnar nýjan reiknaðan reit
- Breyta
- Breytir reit sem þegar hefur verið stofnaður
- Endurnýja
- Uppfærir síðuna eftir að reitum hefur verið breytt
Dæmi um útreikning á meðalsöluverði
Til að keyra útreikning þarf fyrst að velja töflu sem útreikningur keyrir á. Skoða dæmið hér að neðan til að sjá hvernig má setja upp reiknaðan reit.
- Velja Verkfæri/Reiknaðir reitir
- Velja töfluna sem á að reikna á, í þessu tilfelli Birgðir,
- Velja töfluna InvItemClient (Vörur) og smella á Reiknaðir reitir í tækjaslánni
- Þá birtist yfirlit yfir reiti sem þegar hafa verið stofnaðir og möguleikann á að bæta við nýjum reit.
- Smella á Bæta við reitur til að stofna nýjan reit
- Slá inn upplýsingar fyrir reiknaða reitinn.
Við veljum nafnið cfldAvgSales og kvaðningartextann Meðalsöluverð í þessu dæmi og gerðina Double sem er tala með aukastöfum.
- Í Forskrift lýsum við útreikningnum. Í Bæta við Reitur er hægt að velja reiti inn í útreikninginn úr fellivalmynd. Sjá mynd hér að neðan
- Til að reikna meðaltal á þremur skráðum söluverðum er eftirfarandi útreikningur settur upp:
(rec.SalesPrice1 + rec.SalesPrice2 + rec.SalesPrice3) / 3 - Muna að smella á Vista, áður en farið er út úr reiknuðum reitum
- Í vörulistann er núna kominn nýr reitur. Hann birtist sjálfkrafa lengst til hægri en hægt er að draga hann til og velja viðeigandi staðsetningu.