Hreyfingayfirlit sýnir yfirlit yfir hreyfingar á viðkomandi lykli/lyklum á tilteknu tímabili.
Fara skal í Fjárhagur/Skýrslur/Hreyfingayfirlit.
Fylla skal út reitina í fellivalmyndinni fyrir upplýsingarnar sem þarf.
Það eru nokkrir valmöguleikar sem hægt er að velja með því að setja gátmerki í reiti, til dæmis, ‘Sleppa tómum lyklum’.
Byrja skal með því að smella á “Leit”, og allir lyklar verða hlaðnir inn í gluggann og birtir hér að neðan.
‘Útvíkka allt’ stækkar yfirlitið til að sýna allar hreyfingar á völdum lykli.
‘Snið’ leyfir notandanum að vista, sækja, breyta eða eyða sniði. Lesa um snið hér.
Smella skal á prentaratáknið efst til hægri til að skoða hreyfingayfirlitið.
Hreyfingayfirlit viðskiptavina
Hreyfingayfirlit viðskiptavina er einnig hægt að skoða og senda með tölvupósti frá Viðskiptavinur/Skýrslur/Hreyfingayfirlit eins og sýnt er í skjámyndinni hér að neðan.
Fylla skal út reitina í fellivalmyndunum.
Gátmerki er sett í reitina eftir þörfum („Hækkandi“, ‘Sleppa tómum’, ‘Aðeins opið’, ‘Síðuskil’ og ‘Birta gjaldmiðil’).
Velja skal hvort ‘Prentforskoðun’ eigi að vera annað hvort ‘Innri’ eða ‘Ytri’ fyrir mismunandi snið.
Smella á ‘Leit’ til að stofna yfirlitið.
Smella skal á prentaratáknið efst til hægri til að skoða hreyfingayfirlitið eins sýnt er hér að neðan.
‘Útvíkka allt’ og ‘Snið’ í tækjaslánni er hægt að nota eins og lýst er hér að ofan. Lesa meira um snið hér. Lesa meira um Síu/Hreinsa Síu hér.
Smella á „Senda með tölvupósti“ á tækjaslánni til að senda yfirlitið beint til viðskiptavinarins.
.
Hreyfingayfirlit lánardrottna
Hægt er að stofna hreyfingayfirlit lánardrottna á svipaðan hátt með því að fara í Lánardrottinn/Skýrslur/Hreyfingayfirlit.
Hreyfingayfirlit Birgða
Hægt er að stofna birgðayfirlit á svipaðan hátt með því að fara í Birgðir/Skýrslur/Hreyfingayfirlit.
Lesa meira um birgðayfirlit hér.
Villuboð
Ef villa kemur upp við prentun hreyfingayfirlits og valið hefur verið að taka dagbók með er það vegna þess að ein af dagbókunum er ekki í lagi.
Fara skal í Fjárhagur/Dagbækur – ‘Dagbókarfærslur’ og smella á “Villuleita dagbók“ eins og sýnt er í skjámyndinni hér að neðan.