Öll gögn sem birtast í skjámyndum Uniconta eða eru tekin út skýrsluformi er hægt að flytja út á fjöldmörgum skráarformum.
Skýrslum og skjámyndum er hægt að breyta og aðlaga áður en vistað er:
- Færa dálka
- Fjarlægja/bæta við dálkum
- Aðlaga breidd dálka
- Raða
- Sía og leita
Þannig getur þú með skjótum og einföldum hætti aðlagað innihald og útlit áður en þú flytur gögnin út á skrá. Þú ert hvorki bundinn af fyrirframhönnuðu formi skýrslu né þarft að kaupa ráðgjöf til að setja upp sérhannaðar skýrslur. Þú getur auðveldlega aðlagað innihald og útlit skýrslunnar.
Reikningar og tilboða skrifast alltaf út í sniði reikninga og því er ekki hægt að séraðlaga nema með því að breyta þarf sniði reikninga.
Hægt er að velja um mörg mismunandi skráarform. Efst til hægri í Forskoðunar-glugganum er hnappurinn Send.
Smelltu á litla þríhyrninginn hægra meginn við umslagið til að sjá hvaða skráarsnið eru í boði.
Ef þú smellir bara á umslagið án þess að velja skráarsnið velur kerfið sama skáarsnið og þú valdir síðast. Ef þú sendir .pdf skrá síðast, sendir þú aftur sem .pdf ef þú velur ekki annað form.
Þegar þú hefur valið skráarsnið opnast nýr gluggi þar sem þú getir staðfest valið. Smelltu á OK og póstur stofnast í póstforritinu með skránni sem viðhengi.
Ef þú vilt senda frá þér tilboð útbýrð þú tilboð í Viðskiptavinir/Tilboð. Yfirlitið sýnir öll stofnuð tilboð.
Merktu við það tilboð sem þú vilt senda og smelltu á hnappinn Tilboð.
Veldu dagssetningu, settu hak í reitinn Sýna reikning og smelltu á Mynda. Nú opnast tilboðið í Forskoðunarglugga.
Næst smellir þú á Send hnappinn.
Smelltu á þríhyrninginn hægra megin við umslagið ef þú vilt velja annað skáarform en þú sendir síðast.
Í dæmaskyni sendum við tilboðið sem .pdf skrá.
Fylltu út viðbótarupplýsingar í glugganum PDF Export Options eins og við á og smelltu á OK.
Sláðu inn skráarnafn, veldu hvar þú vilt vista og smelltu á OK..
Nú stofnast sjálfkrafa tölvupóstur í tölvupóstforritinu þínu með fylgiskjalinu sem viðhengi. Sláðu inn netfang móttakanda og þann texta sem þú vilt að fylgi tilboðinu áður en þú sendir.