Sjálfvirkt val á lykli gerir þér kleift að setja reglur þannig að lykla-reitir útfyllist sjálfkrafa þegar bankayfirlit eru flutt inn.
Hægt er að setja upp sjálfvirka lyklun á mismunandi stöðum í kerfinu:
- Fjárhagur/Afstemming banka/Sækja gögn og smella á Sjálfvirk lyklun í tækjaslánni.
- Fjárhagur/Dagbækur/Flytja inn hreyfingayfirlit banka og smella á Sjálfvirk lyklun
- Fjárhagur/Afstemming banka/ og smella á Para línur/ og smella á hnappinn Bæta við bókunarregla
Uppsetning á Sjálfvirku vali á lykli (punktur 1+2)
- Velja t.d. Fjárhagur/Afstemming banka/Sækja gögn og smella á Sjálfvirk lyklun í tækjaslánni
- Smella á Bæta við færslu í tækjaslánni
- Ef þú t.d. vilt að allar færslur þar sem textinn inniheldur orðið ‘Vextir’ séu færðar inn á lykil 6210, sláðu síðan inn eftirfarandi:
Með því að haka við einn af síðustu þremur reitunum skilgreinir þú hvort leitartextinn eigi að vera í upphafi textans (Byrjar á) á bankayfirlitinu þínu, nákvæmlega eins og textinn (jafnt) eða bara vera hluti af textanum (inniheldur). - Sláðu inn eins margar lyklauppsetningar og þú vilt
- Smella á Vista á tækjaslánni og lesið inn hreyfingayfirlit frá bankanum á venjulegan hátt.
Uppsetning á bókunarreglu (punktur 3)
Ef þú hefur lesið inn hreyfingayfirliti bankans í afstemmingu banka geturðu í sjálfri afstemmingarmyndinni líka valið hnappinn Bæta við bókunarreglu til að setja þar með upp bókunarreglu m.t.t. línuna sem þú hefur merkt þegar hnappurinn er valinn.
Það er að segja þegar búið er að hlaða inn hreyfingaryfirliti með textanum „Leiga“ og þú vilt alltaf að leiga verði færð á bókhaldslykil 4710, fylltu þá inn þennan lykil á línuna í yfirlitinu með bankafærslunum af hreyfingayfirliti banka og veldu hnappinn Bæta við bókunarregla þá verður sjálfkrafa stungið upp á reglu sem byggir á þessu og oftast er bara hægt að segja Í LAGI við kvaðninguna sem kemur upp.
Bókunarreglurnar eru vistaðar í sömu töflu og Sjálfvirk lyklun svo þú getur leiðrétt og bætt við bókunarreglunum þínum með því að velja eitt af valmyndaratriðum sem lýst er sem punkti 1 og 2 hér að ofan.