Ferlið er:
- Einföld uppsetning reikninga í gegnum Snið reikninga
- Stofna Snið flokka sem notað er fyrir valda viðskiptavini eða lánardrottna
- Klára Uppsetningu tölvupósts til áframsendingar á ýmsum skjölum
Lýsingar hér eiga við um allar gerðir skjala eins og:
- Reikning/kreditreikning
- Afhendingarseðil
- Pöntunarstaðfestingu
- Tilboð
- Innkaupapöntun
- Innkaupabeiðni
- Innkaupareikning
Einföld uppsetning reikningssniðs
Til þess að setja upp snið reikninga
- skal fara í Viðskiptavinur/Viðhald/Snið reikninga
- og stofna nýtt með því að smella á ‘Bæta við’ eða ‘Breyta’ sniði sem er til staðar.
Hægt er að slá inn eftirfarandi gildi til að setja upp einfalt snið reiknings.
Í Viðskiptavinur/Viðhald/Snið reikninga skal færa inn eftirfarandi gildi:
Færa inn Heiti, Gerð skjals og veljið hvort sniðið eigi að vera Sjálfgefið fyrir alla viðskiptavini/lánardrottna.
Einnig er hægt að velja vatnsmerki hér og setja texta og letur á það. Lesa meira um vatnsmerki hér.
Pöntunarlínur (dálkur) eru valdir hér:
Uppsetning snið reiknings:
Setja inn merki (logo) fyrirtækis
Merki (lógó) setur þú inn í gegnum Fyrirtæki/Fyrirtækið mitt/Merki fyrirtækis.
Smella á ‘Bæta við’ og hægt er að velja um þrjár gerðir merkja:
- Verkfæraslá (sett til vinstri efst á Uniconta)
- Teikn (ekki notað)
- Merki fyrirtækis (Notað fyrir skjöl í Uniconta, þ.m.t. reikninga, pöntunarseðla o.s.frv.)
Þegar hlaðið hefur verið inn merki fyrirtækis og sett upp ofangreint snið birtist merkið efst í hægra horni reiknings.
Þá er slegið inn „Hæð merkis“ og „Breidd merkis“. Lesa neðst í greininni hvernig á að prófa sniðið þitt.
Setja inn vatnsmerki
Vatnsmerki er mynd sem birtist á miðjum reikningi. Það er sniðugt að hafa vatnmerkið í ljósum lit til þess að hægt sé að lesa texta sem prentaður er yfir vatnsmerkið. Það getur verið gott að fá grafískan hönnuð til að aðstoða. Vatnsmerki getur verið litið merki eða heil síða með merki fyrirtækis efst og upplýsingum um fyrirtækið neðst
Lesa meira um hvernig á að stofna vatnsmerki hér…
Uppbygging á sniði reikninga
Snið reikninga byggir á hnitakerfi (raðir og dálkar).
Fyrir A4 blað eru hnitin (1, 1) efst í vinstra horni og (150, 130) neðst í hægra horni. Lína 130 er lægsta lóðrétta hnitið en gott er að miða við að texti fari ekki neðar en í línu 110 til að tryggja að hægt sé að prenta reikninginn á venjulegum prentara.
Athugaðu að þú getur sett inn frjálsan texta neðst á blaðið í gegnum Snið reikninga.

Snið reikninga, uppsetning hnitakerfis
Prófun á Sniði reikninga
Til að skoða prufu af reikningssniðinu er notað flýtireikning. Flýtireikningur er að finna undir Viðskiptavinur/Flýtireikningur.
- Velja skal Lykil
- Velja svo Sniðið sem á að prófa
- Bæta við vörulínu með magn og verð.
- Smellt er á Stofna reikning
- MUNA! Velja Hermun og smella á Stofna
Uppsetning tölvupósts
Lesa hér um uppsetningu tölvupósts til að senda reikninga
Snið flokka
Lesa hér til að setja upp mismunandi hönnun á reikningum og tölvupóstum til mismunandi viðskiptavina.