Sniðflokka lánardrottna er hægt að nota til að útbúa sjálfgefið útlit reikninga, bankareikinga, tölvupósta o.s.frv. fyrir lánardrottna eða innkaupapantanir.
Sniðflokkar eru notaðir til að staðla sendingar og uppsetningu.
Smella á “Bæta við færslu” til að stofna nýjan sniðflokk lánardrottna.
Slá inn nafn á sniðflokknum og velja hvort þessi sniðflokkur eigi að vera sjálfgefinn
Velja skýrslur í flettilistunum til að velja skýrslu við hverja skýrslutegund. Skýrslur eru búnar til í skýrslugerðartólinu. Lesa meira. (ísl.hlekkur kemur síðar)
Hver sniðflokkur lánardrottna getur haft úthlutaðan bankareikning sem birtist í skýrslunum.
Tölvupóstur er settur upp í tölvupóstsstillingum undir viðskiptavini. Lesa meira.
ATH! Þar sem innkaupareikningar eru yfirleitt ekki sendir til lánardrottins er ekki hægt að stofna tölvupóst fyrir innkaupareikninga í Uniconta.