Söluþóknanir eru undir Fyrirtæki/Viðhald/Söluþóknun.
Til að virkja þóknanir þarf fyrst að stofna starfsmenn í Fyrirtæki/Viðhald/Starfsmenn.
Þegar búið er að stofna starfsmenn sem eiga að fá söluþóknanir er farið í ‘Söluþóknun’ og smellt á ‘Bæta við’.
Þá stofnast lína þar sem fylla má út neðangreinda dálka:
- Starfsmaður: Velja starfsmann úr fellivalmynd.
Næstu fjórir dálkar stýra útreikningi þóknana. Hægt er að nota einn dálka eða fleiri.
- Vara: Hér er hægt að velja vöru, úr fellivalmynd, til að reikna söluþóknun.
- Vöruflokkur: Hér er hægt að velja vöruflokk, úr fellivalmynd, til að reikna söluþóknun.
- Lykill: Hér er hægt að velja núverandi lykil (viðskiptavina), úr fellivalmynd, til að reikna söluþóknun.
- Lykilflokkur: Hér er hægt að velja lykilflokk (flokk viðskiptavina) vöru, úr fellivalmynd, til að reikna söluþóknun.
Aðrir dálkar:
- Halda áfram: Ef hakað er í þennan reit reiknast söluþóknun út í hið óendanlega
- Óvirkt: Ef hætta á að reikna þóknun er hakað í þennan reit
- Hver lína: Hér er valið hvort reikna á þóknun út frá reikningi eða reikningslínu
- Grunnur: Hér er valið hvort þóknun sé reiknuð út frá framlegð eða veltu
- Fast verð: Ef þóknun er fast verð er hún slegin inn hér og ekki er því hægt að nota Taxti. Fast verð ‘hnekkir“ Taxta.
- Taxti: Ef þóknunin er hlutfallsleg er slegið inn % hlutfall inn í þennan reit
- Frá dagsetningu: Frá hvaða degi á að reikna þóknun. Hér er færð inn upphafsdagsetningin.
- Til dagsetningar: Til hvaða dags á að reikna þóknun Hér er lokadagsetningin færð inn.
Útreikningur þóknana
Útreikningur þóknana fer fram í Fyrirtæki/Viðhald/Söluþóknun með því að smella á ‘Útreikning þóknana’ í tækjaslánni og velja tímabil.
Smella á ‘Reikna út’ til að fá yfirlit yfir reiknaðar þóknanir á völdu tímabili.
Hægt er að draga reitinn starfsmenn upp og flokka eftir starfsmönnum. Sama á við um aðra reiti, með því að draga upp í flokkunarsvæðið breytist skjámyndin.
Þá er hægt að smella á prentarann í hægra horninu og hægt er að prenta skýrsluna út.