Nota má tilboð þegar að viðskiptavinur eða viðfang (í CRM) óskar eftir tilboði í vöru eða þjónustu. Ef tilboðinu er tekið er hægt að breyta tilboðinu í pöntun
Yfirlit tilboða er að finna undir Viðskiptavinur/Sala/Tilboð.
Athugið! Aðeins er hægt að sjá valmöguleikann fyrir tilboð ef Pantanir er virkt undir Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga.
Tækjaslá tilboða
Lýsing aðgerða í tækjaslá tilboðs
Hnappur | Lýsing |
Stofna tilboð: | Bætir við nýju tilboði |
Breyta | Breytir tilboði |
Endurnýja | Uppfærir tilboðslínuna með öllum breytingum sem hafa verið gerðar. |
Sía | Síar gögn í tilboðsyfirlitinu þínu. Lesa meira um síu hér. |
Snið | Setja inn fleiri reiti, fjarlæga reiti o.s.frv. undir sniðshnappnum. Lesa meira um þessa eiginleika hér. |
Tilboðslínur | Opnar valið tilboð þar sem hægt er að bæta við, eyða og breyta línum |
Tilboð | Prenta tilboðið og/eða sendu tilboðið með tölvupósti |
Breyta tilboði í pöntun | Þegar viðskiptavinurinn samþykkir tilboðið er hægt að breyta tilboðinu í pöntun, svo að það geti síðan verið reikningsfært á viðskiptavin í gegnum Viðskiptavinur/Sala/Sölupantanir |
Afrita innkaupa-/ solupantanir | Stofnar innkaupa-/sölupöntun úr tilboðinu. |
Birgðafærslur | Sýnir birgðafærslur |
Tengiliðir | Skoðaðu tengiliði viðskiptavinarins og/eða stonfaðu fleiri tengiliði. Lesa meira um tengiliði hér. |
Viðhengi | Gerir notandanum kleift að hengja athugasemd eða skjal við tilboðið Lesa meira um þennan eiginleika hér. |
Tækifæri | Gerir notandanum kleift að fylgja eftir tilboðum. Ef CRM einingin er notuð er hægt að sjá og stofna tækifæri hér. Skjámyndin yfir tækifæri sýnir öll tækifæri fyrir viðskiptavin Lesa meira um Tækifæri hér. |
Allir reitir | Sýnir alla reiti fyrir valið tilboð og innihald reitanna. |
Stofna tilboð
Smella á Stofna tilboð í tækjaslánni og veldu hvaða viðskiptavin tilboðið tilheyrir í reitnum „Lykill“.
Veldu hnappinn ‘Vista og fara í línur’ og sláðu inn línurnar sem á að sýna viðskiptavinum í tilboðinu.
Smelltu á Tilboð (tækjaslá) í tilboðslínunum til að prenta út og/eða senda tilboðið með tölvupósti.
Tækjaslá tilboðslína
Lýsing á hnöppum í tækjaslá tilboðslína
- Bæta við línu
- Bætir við nýrri tilboðslínu
- Bæta við vörur
- Möguleiki að bæta við fleiri vörum á tilboðslínu
- Bæta við afbrigðisgerðir
- Hægt að tengja afbrigði við vörur
- Afrita línu
- Setur inn sömu línu fyrir neðan afritaða línu
- Eyða línu
- Eyðir tilboðslínunni
- Breyta tilboð
- Breytir uppsetningu tilboðs
- Vista
- Endurnýja
- Skoða mynd
- Birtir mynd/slóð sem geymd er á vörunni. Lesa hér. ATH: Tilvísunin í myndareitnum á vörunni birtist. Ef birta á slóðina verður að bæta vefslóðinni við reitinn Mynd á vörunni.
- Sniðmát
- Sjá meira hér: Almennt – Sniðmát
- Snið
- Sjá meira hér: Almennt – Snið skjámynda
- Tilboð
- Prenta / Senda tilboð
- Til ráðstöfunar
- Sjá birgðastöðu á valinni vöru
- Lotu- og raðnúmer
- Ef notað er lotunúmer eða raðnúmer er hægt að breyta þeim hér
- Vörutilvísun
- Sjá birgðafærslur / pöntunarlínur o.s.frv fyrir valda línu
- Setja inn millisamtölu
- Bætir við línu þar sem hægt er að setja millisamtölu
- Uppskrift
- Ef vara er uppskrift, þá er hægt annað hvort hægt að brjóta niður eða vörunar sem eru í uppskriftinni.
- Afrita reikning
- Afrit af reikningum viðkomandi viðskiptavinar
Dæmi – Stofna tilboð frá pöntun
Skjámyndin hér að neðan sýnir dæmi um tilboð fyrir vörunúmerið 1001 (Vasi fyrir blóm) og magn 5 stk fyrir 1.199 krónur stykkið, samanlagt 5.995 krónur. Athugið að allir afslættir sem færðir eru inn í myndina hér að ofan verða sýndir á skjánum ‘Tilboð’ eins og lýst er hér að neðan.
Smella á Vista og fara svo aftur á flipann Tilboð.
Í Tilboð er smellt á Endurnýja í tækjaslánni og tilboðið birtist í nýrri línu. Ef afsláttur var færður inn í tilboðsformið þá má sjá hann hér. Til dæmis er 10,00 í ‘Fastur afsláttur %’ sýnt hér að neðan.
Við getum síðan breytt tilboðinu í pöntun með því að smella á breyta tilboð í pöntun.
Nú er spurt hvort geyma eigi tilboðinu eftir breytinguna.
Pöntuninni hefur nú verið breytt og þú finnur hana undir Viðskiptavinur/Sala/Sölupantanir
Frá sölupöntunum geturðu stofnað reikning eins og venjulega. Lesa meira hér: Viðskiptavinur – Sölupantanir
Eyða tilboði
Finndu tilboðspöntunina sem þú vilt eyða og smella á breyta í tækjaslánni.
Inni á síðunni með grunngögnum er hægt að eyða pöntuninni efst. Útgáfa-90 Hægt er að bæta við lykli/tengilið með því að smella á [+]