Í Uniconta er mögulegt að framfylgja því hvort fylla þarf út reit eða ekki. Einnig er hægt að ákveða hvernig reiturinn á að vera fylltur út og hvort reitur eigi að vera sýnilegur í fellivalmynd þar sem hægt er að velja gildin.
Staðalgildi er hægt að finna undir Fyrirtæki/Viðhald/Staðalgildi þar sem hægt er að velja allar töflur. Það er einnig hægt að stofna staðalgildi beint í töflu/skjámynd/flipa/formi.
Staðalgildi undir Fyrirtæki
Ef þú ert í skjámynd og vilt setja inn staðalgildi geturðu smellt á F12 takkann og fá þar með skráarheitið, en hér er einnig hægt að stofna staðalgildi. Einfaldlega smella á svörtu örina úr skráarheitinu í reitnum sem birtist, eftir að hafa smellt á F12.
Sjálfgefin gildi eru geymd í fyrirtækinu og eru tiltæk fyrir alla notendur fyrirtækisins.
(ATH! Ef reitur er fylltur út eða ekki á staðalgildi eða áskilinn í svarglugga er smellt á örvatakkann í haus svargluggans. Lesa meira hér.(ísl.hlekkur kemur síðar)
Hér er valin lánardrottnataflan til að fylla þurfi út eigin reit ABC.
Reiturinn er valinn af listanum
Staðalgildið er stillt „A“ og það er merkt að reiturinn er áskilinn.
Svo er farið inn í lánardrottinn.
Ef ekki er fyllt út í þennan reit birtast þessi villuboð „ABC“ „getur ekki verið autt“.
Það skoðar ABC.
Bæta reitum við fellivalmynd
Staðalgildi leyfa að margir reitir birtast í fellireitum í Uniconta.
Hér, t.d. er valið vöruspjaldið
Reitaheitin sem á að birta í fellilistunum í vöruhúsinu eru valin undir ‘Property’.
Á sama tíma skal velja „Finna færslu“
Í skjámynd þar sem hægt er að velja vöru birtast tveir valdir reitir í fellilistanum. Sýnt hér í Sölupöntun.
Dæmi um að bæta við í fellivalmynd viðskiptavina
Get ég sýnt reitinn sem er lokaður fyrir viðskiptavin þegar ég vel viðskiptavin minn á sölupöntun?
Já, þú getur það og þú gerir eftirfarandi:
- Fara í skjámyndina Viðskiptavinur/Viðskiptavinur og smella á F12 takkann
- Smella á svörtu örina frá töflu nafninu „DebtorClient“
- Nýr gluggi opnast, „TableValue_DebtorClient“
- Færslu er bætt við, smellt á F2 eða Ctrl+N ef þörf krefur
- Í reitnum „Property“ er valið „Lokað“ sem er reiturinn sem á að birta í felliglugganum.
- Hakað er í reitinn „Finna færslu“.
- Vista og loka flipanum .
- Opna sölupöntunina og velja lykilinn og sjá reitinn sem er lokað í fellilistanum.
Dæmi um útfyllt gildi þegar fylgiskjal er flutt í dagbók
Ef þú vilt stofna staðalgildi fyrir „Flytja á dagbók“ þá er eitt sem þarf að hafa í huga.
Dagbókarheitið er hægt að birta með staðalgildi, en ef þú breytir færslubókarheitinu handvirkt er það handvirka nafnið sem birtist þar til þú breytir breytingunni handvirkt til baka, eða lokar stafrænum fylgiskjölum og opnar aftur.
Reiturinn „Flutningur“ er upptalningarreitur, harðkóðaður af þróunaraðilum. Þetta þýðir að þú verður að nota 0, 1 eða 2 til að sýna eitt af þremur gildum.
Ef þú vilt að „Valin færsla“ birtist sem staðalgildi, sláðu inn 2 í reitinn „lastTransfer (Flutningur)“ eins og sýnt er hér að neðan.