Í Uniconta getur hvert fyrirtæki bætt við sínum eigin reitum. Þetta er gert í valmyndinni Verkfæri/Mínir reitir.
Mínir reitir
Hægt er að bæta við eigin reitum sem listaðir eru upp í aðalvalmyndinni undir Verkfæri/Mínir reitir
Velja ‘Bæta við reitur’ til að stofna nýjan reit.
Síðan eru eftirfarandi reitir fylltir út:
- Nafn, fyllt út í bókstöfum, stórum og smáum. Í heitinu mega ekki vera bil.
Athugið: Gefa þarf reitnum Nafn og notendavænt nafn sem birtist í spjöldum og töflum er svo slegið inn í Kvaðningartexta. Til dæmis, bdfMitFelt eða bdfNummer,eða bdf=mínir reitir, en það gæti eins vel verið udfMitFelt eða oleMitFelt eða strMitFelt eða intMitfelt. - Kvaðningartexti, lýsandi texti sem birtist sem fyrirsögn og leiðandi texti í hnitum og í skjámyndinni.
- Gerð reits fer eftir .NET uppsetningu fyrir hverja gerð reits.
- Heiti flokks er notað til að setja reitinn í fyrirliggjandi flokk eða stofna flokk þar sem reitunum er safnað saman.
Ef nota á fyrirliggjandi flokk er smellt á F12 í skjámyndin þar sem reiturinn á að vera stofnaður og hér sést listi yfir fyrirliggjandi flokka. Heiti hópsins er ritað og smellt á Vista.
Athugið: Heiti flokks eru hástafir og því verður að rita rétt hástafi og lágstafi. - Gerð, fyllt út út frá viðkomandi gerð, lesa lengra niður
- Tilvísun, í reitinn Tilvísun er hægt að vísa til annarar töflu en reiturinn tilheyrir og er hægt að velja það hér.
Athugið: Eingöngu er hægt að nota tilvísun ef að reiturinn sem þú ert að setja upp er af gerðinni String.
Gerðir: | Gerð reits. Eftirfarandi valkostir eru í boði |
String | Bók- og tölustafatexti. Ef reiturinn er String er hægt að ákveða snið, ef þú slærð 10 í reitinn Snið er hámarkslengd innsláttar 10 tákn. Það er ekki krafa um að eitthvað sé skrifað. |
Boolean | Boolean er gátreitur. Ef ekkert er skrifað í gerð færðu venjulegan gátreit. Ef þú vilt nafngreinda valkosti frekar en gátreit geturðu fyllt út með tveimur og aðeins tveimur gildum. V Gildin verða að vera aðskilin með einum; (semikommu) T.d. 0;1 Nei;Já Grænn; BlárEf þörf er á fleiri valkostum verður að nota Enum |
Integer | Heiltölur |
Date | Aðeins dagsetningar |
DateTime | Dagsetning og tími. Netþjónninn okkar vistar tíma í GMT sniði þannig að ef þú slærð inn kl. 19:00 á Íslandi þá sýnir kerfið 20:00 í Danmörku þegar að tímamunurinn er ein klukkustund. |
Money | Alltaf 2 aukastafir og geymdir á netþjóninum í „aurum“ eða „sentum“. |
Double & Single | Kommutölur |
Enum | Fellivalmynd. Ef þú slærð t.d. Upp;Niður;Hægri;Vinstri í reitinn Snið birtast þessir fjórir valmöguleikar. |
Skoða eigin reiti.
Eigin reitir birtast í töflum og tilheyrandi skjámyndum þar sem þeim er bætt við. Hér er dæmi um viðbættann reit á viðskiptavini