Það eru þrjár leiðir til að stofna lotu-/raðnúmer.
- Undir viðhald, Birgðir/Viðhald/Lotu-/raðnúmer
- Í vörulistanum Birgðir/Vörur/Lotu-/raðnúmer
- Frá innkaupapöntun, Lánardrottinn/Innkaupapantanir
Aðferð 1) Undir viðhald
Fara í Birgðir/Viðhald/Lotu-/Raðnúmer
Í Viðhald/Lotu-/raðnúmer, er hægt að stofna öll lotu-/raðnúmer sem þörf er á.
Stofna línu með F2 eða smella á ‘Bæta við færslu‘ í tækjaslánni
Ef til staðar er langur listi af lotu-/raðnúmerum er hægt að lesa þau inn, eins og t.d. frá Excel. Með því að nota innlestrartól eða Afrita/Líma.
Hér er hægt að fylla út eftirfarandi dálka:
Vara, Vöruheiti, Upphafsmagn, Dagsetning, Gildislokadagsetning, Númer, Athugasemd
Dálkarnir sem eftir eru:
Magn, Eftirstöðvar, Selt magn, Kostnaðarverð
Eru dálkar sem eru fylltir út þegar innkaup eru gerð í gegnum innkaupapöntun.
Smella á Vista og loka flipanum.
Aðferð 2) Í vörulistanum
Fara í Birgðir/Vörur
Veljið vöruna sem stofnuð var. Í tækjaslánni skal velja Lotu-/raðnúmer fyrir valda vöru.
Í Lotu / raðnúmerum er mögulegt að stofna númerin sem á að stofna á vöruna.
Stofna línu með F2 eða smella á ‘Bæta við færslu‘ í tækjaslánni
Ef til staðar er langur listi af lotu-/raðnúmerum er hægt að lesa þau inn, eins og t.d. frá Excel. Með því að nota innlestrartól eða Afrita/Líma..
Hér er hægt að fylla út eftirfarandi dálka:
Dagsetning, Gildislokadagsetning, Númer, Athugasemd
Dálkarnir sem eftir eru:
Vara, Vöruheiti
Fylla út sjálfkrafa með heiti vörunnar sem var valið til að stofna lotu- / raðnúmer fyrir.
Magn, Eftirstöðvar, Selt magn, Kostnaðarverð
Eru dálkar sem eru fylltir út þegar innkaup eru gerð í gegnum innkaupapöntun.
Smella á Vista og loka flipanum.
Aðferð 3) Frá innkaupapöntun
Fara í Lánardrottinn/Innkaupapantanir.
Stofna línu með F2 eða smella á ‘Bæta við færslu‘ í tækjaslánni.
Velja lykil og upplýsingar um lánardrottinn sem verið er að sækja og sem er nú hægt að breyta eftir þörfum.
Smella á Vista og fara í innkaupalínurnar til að færa inn vörurnar sem á að panta.
Smella á Snið og velja Breyta
Í Fellivalmyndinni er valið Lotu/raðnr.
Nú er hægt að slá inn lotunúmerið eða tengja það númeri sem er til fyrir með því að velja „Raðnúmer“ í efsta valmyndinni.
Innkaupalínurnar eru fylltar út með vörum og lotu-/raðnúmer eru fyllt út, annað hvort handvirkt eða með handskanna.