Stofna Univisor notanda
Velja Kerfisstjóri / Allir notendur.
Hér getur Univisor bætt við nýjum Univisor notanda.
Athuga að þessi eiginleiki stofnar Univisor (‘Accountant’) notanda (ekki staðlaðan notanda).
Því ætti aðeins að nota það til að bæta við starfsmanni hjá bókara/endurskoðanda (Univisor) sem verður að hafa AÐGANG AÐ ÖLLUM FYRIRTÆKJUM sem hafa valið Univisor undir Fyrirtækjaupplýsingar. Lesa meira um úthluta Univisor aðgangi undir fyrirtækjaupplýsingar hér. Það er einnig hægt að stofna fyrirtæki þannig að ekki allir ‘Accountant’ Univisor notendur muni hafa aðgang. Lesa meira hér. (ísl.hlekkur kemur síðar)
Til að stofna staðlaðan notanda verður þú sem Univisor að stofna notandann frá vefsíðu okkar hér.
Lesa um hvernig Univisor veitir venjulegum notanda aðgang að fyrirtækinu hér.
- Í valmyndinni er smellt á ‘Bæta við notandi’ (sjá skjámynd hér að neðan).
- Slá inn tengiliða- og innskráningarupplýsingar (lykilorð og notandanafn/innskráningarkenni).
- Undir ‘Staða’, getur þú valið að loka eða eyða notandanum. Þegar ‘Staða’ notanda er stillt á ‘Blocked’, geta þeir ekki skráð sig inn í Uniconta.
- Smella á ‘Vista’ þegar notandi er stofnaður (eða eftir einhverjar breytingar).
- Nú er spurt hvort veita eigi notandanum aðgang að fyrirtæki.
- Velja Nei, þar sem aðgangi að Univisor er úthlutað undir Fyrirtækjaupplýsingum. Lesa meira hér.
- Univisor-notandinn er nú stofnaður skv. Univisor-samningi.
Muna að Univisor notandi (með hlutverk: ‘Accountant’) hefur aðgang að ÖLLUM fyrirtækjum sem hafa valið Univisor undir Fyrirtækjaupplýsingar. Ef þú vilt þetta ekki er mögulegt fyrir eiganda einstakra fyrirtækja að takmarka aðgang einstakra Univisor ‘Accountant’. Lesa meira um möguleikana hér.(ísl.hlekkur kemur síðar)