Það er einfalt að bæta við fyrirtækjum í Uniconta. Fara skal í Fyrirtæki/Viðhald/Stofna nýtt fyrirtæki eins og sýnt er í skjámyndinni hér að neðan.
Í ‘Uppsetning’ skal velja annað hvort ‘Flytja inn Fyrirtæki (Færa inn gögn úr NAV, C5 eða DK) ‘ eða ‘Afrita uppsetningu’. Lesa meira hér til að fá hjálp við yfirfærslu frá C5 eða DK. Ef ‘Afrita uppsetningu’ er valið skal lesa hér að neðan. ‘Lýsing’ : Færið inn VSK-númer fyrirtækisins í reitinn ‘VSK nr’. Ef þetta sækir ekki gögn fyrirtækisins (nafn, heimilisfang o.þ.h.) úr þjóðskrá skal færa upplýsingarnar inn handvirkt. „Afrita uppsetningu“: Það eru tveir valkostir, í kassanum ‘Afrita uppsetningu’ efst í skjámyndinni: ‘Fyrirtækið þitt ‘ eða ‘Staðlað’. Ef nota á fyrirliggjandi lykla skal velja lyklana annaðhvort undir ‘Fyrirtækið þitt’ eða ‘Staðlað’. Haka skal í viðeigandi reiti til að tilgreina hvort Bókhaldslyklar, VSK, Víddir o.þ.h. eigi að setja upp fyrir nýja fyrirtækið. Ef VSK-kóðar, færslubækur, númeraraðir o. fl. hafa þegar verið sett upp fyrir þessa lykla er hægt að nota Uniconta með örfáum minniháttar leiðréttingum. Ef engir lyklar eru valdir undir ‘Fyrirtækið þitt’ eða ‘Staðlað’ þá verða bókhaldslyklar nýja fyrirtækisins auðir.
|