Uppsetning lotu og raðnúmers verður að vera valin áður en þú getur notað það.
Fara í Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga
Hér þarf að tryggja að hakað sé í Lotu- / raðnúmer í Vörustjórnun.
Úthlutun lotu-/raðnúmera á vöru er á vöruspjaldinu.
Fara í Birgðir/Vörur og stofna nýja vöru með F2 eða smella á Bæta við vöru í tækjaslánni.
Úthlutun lotu- / raðnúmera er valin í Stillingar.
Velja hvort varan eigi að vera með raðnúmer. Þ.e., vara hefur eitt og aðeins eitt raðnr. eða hvort varan eigi að vera með Lotunúmer. Þ.e. margar vörur með sama nr. Raðnúmer er einstakt númer á hverja vöru og lotunúmer er notað fyrir margt af sömu vörunni. t.d. parta.
Vara getur ekki verið bæði með lotu- og raðnúmer.
Slá inn upplýsingarnar sem eftir eru um vöruna og smella á Vista